Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 12
Fyrst þetta... 12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Dr. Colin Linsley, kennari í MBA-námi við University of Maryland, hélt afar fróð- legan fyrirlestur í Háskóla Íslands í janúar. Hann ræddi þar um ofurlaun og bónus- kerfi forstjóra og líklegan þátt bónuskerf- anna í að kreppan skall á. Hann sagði að nákvæmlega sama umræða færi fram í Bandaríkjunum og á Íslandi varðandi uppgjör á fortíðinni og hvað hefði farið úrskeiðis. Hann fór ofan í eðli kreppunnar og hvernig hún hefði byrjað í fjármálageiranum; hinum svonefndu „eitruðu vöndlum“ sem enginn vissi hvers virði væru þótt ótal sérfræðingar hefðu reynt að meta virði þeirra og úr hefði orðið útlánabóla. En hvað klikkaði? Margt. Linsley sagði að reglur stjórnvalda um fjármálaeftirlit hefðu brugðist, eigna- og áhættustýring í fyrir- tækjum og bönkum sömuleiðis og nefndi t.d. að bandaríska fjármálaeftirlitið hefði margoft skoðað starfsemi Bernard Madoff en ekki fundið neitt athugavert. Hann gagn- rýndi hvernig græðgi og ofurlaun forstjóra í gegnum bónusa og kauprétti á hlutabréfum hefðu drifið allt áfram þar sem allir græddu; hluthafar sem forstjórar – en hætta væri á feluleik með laun stjórnenda gagnvart hlut- höfum í gegnum kaupréttina. „Þetta var umhverfi þar sem allir voru svo ánægðir og enginn sagði neitt.“ Enginn forstjóri virtist geta tapað; þeir hefðu ofurbónusa í góðæri en „lága bónusa“ þegar illa gengi. Þá vék hann að þætti stjórnarmanna í fyrirtækjum og hvernig sterkir forstjórar í stórfyrirtækjum stýrðu oft stjórnum fyrirtækja – sérstaklega þegar kæmi að launamálum forstjóranna sjálfra og helstu stjórnenda. Þá ræddi hann þátt endurskoðunarskrif- stofa og hvernig þeim hefði sést yfir við mat á eignum, eins og útlánum fjármála- fyrirtækja. Ennfremur benti hann á hversu náið endurskoðunarskrifstofur ynnu með helstu stjórnendum fyrirtækja og við það væri hætta á minna eftirliti varðandi stjórn- arhætti og áhættustýringu. En kaup- aukakerfi forstjóra og helstu stjórnenda gerðu beinlínis ráð fyrir því að stjórnendur og starfsmenn yrðu gráðugir við að hámarka árangurinn; hvernig svo sem hann væri svo mældur með tilliti til skamms tíma eða langs tíma. Græðgin hefði verið svo mikil að stjórnendur stóru bílafyrirtækjanna í Bandaríkjunum hefðu komið á dýrum einka- þotum til að biðja um styrk frá bandarískum skattgreiðendum til að halda fyrirtækjunum á lífi – og ekkert séð athugavert við það. Þetta var fróðlegt erindi. Einhvern veginn hafði ég heyrt margt áður. Þau slá í takt hjörtun í Súdan, New York og Grímsnesinu. Það eru allir að spyrja sig að því sama; alls staðar: Hvað klikkaði og hverjir brugðust? Svo víða var dansað í kringum gullkálfinn. Colin Linsley. Fróðlegt erindi um þátt ofurlauna í tilurð kreppunnar. COLIN LINSLEY Í HÁSKÓLA ÍSLANDS: Bónuskerfi stjórnenda Voru ofurlaun og græðgi ástæðan fyrir hinni alþjóð- legu fjármálakreppu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.