Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Forsíðugrein
Þ að þótti snjallt þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsæt-isráðherra, fékk gömlu brýnin Ásmund Stefánsson, Val Valsson og Magnús Gunnarsson til að taka við stjórn-arformennsku í nýju ríkisbönkunum þremur. Valur og
Ásmundur voru orðnir pensjónistar og áttu náðuga daga og á margan
hátt skrítið að þeir skyldu nenna að taka þetta að sér. Magnús hefur
rekið sitt eigið fyrirtæki í ráðgjöf og alþjóðlegum viðskiptum; Capital
í Kringlunni. Hann tók m.a. að sér haustið 2003 að leysa upp gamla
Eimskipafélagið eftir að nýir eigendur með Björgólf Guðmundsson
komu þar við sögu. Núna hafa þeir Magnús og Valur sagt af sér for-
mennsku. Þeir voru beðnir með að bíða með það fram yfir aðalfundi
bankanna, en þeir gáfu sig ekki.
Ásmundur Stefánsson varð formaður stjórnar í Nýja Landsbanka,
Valur Valsson í Nýja Glitni og Magnús Gunnarsson í Nýja Kaup-
þingi. Þetta byrjaði allt saman ágætlega; „þeir gömlu“ komu inn
í bankana sem reynsluboltar í viðskiptum sem áttu að endurreisa
bankakerfið. En skyndilega fóru ýmsir boltar að rúlla.
Fyrst varð ókyrrð í kringum Ásmund Stefánsson þegar hann
skipaði sig tímabundið í starf bankastjóra Landsbanka Íslands eftir
að Elín Sigfúsdóttir bankastjóri tilkynnti að hún stæði fast á þeirri
ákvörðun sinni að hætta í bankanum í lok febrúar. Ásmundur ætl-
aði að brúa bilið á meðan leitað yrði að nýjum bankastjóra. Það að
Ásmundur skipaði sjálfan sig í bankastjórastarfið kom flatt upp á
Það þótti snjallt þegar geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, fékk gömlu
brýnin Ásmund stefánsson, Val Valsson
og Magnús gunnarsson til að taka við
stjórnarformennsku í nýju ríkisbönkunum.
Þetta byrjaði allt saman ágætlega; traustir
bankamenn af gamla skólanum. En svo
kom babb í bátinn.
TExTi: gísli kristjánsson • Mynd: geir ólAFsson
MaGnús
oG Valur
sÖGÐu aF sér
eitthvert aðgengi að erlendu lánsfé yfirleitt. Þetta hangir því allt
saman. Eftir því sem markaðurinn er lokaðri er virði lánasafnsins
minna.“
Mun hagkvæmara að fá beinan aðgang að kröfuhöfum
Vilhjálmur nefnir sem dæmi fasteignalán til einstaklinga. „Þau
eru skrifuð niður og flutt úr gömlu bönkunum í nýju bankana
miðað við eitthvert verðmat, einhvern afslátt sem tekur mið af
áætluðu gengi, greiðslugetu og veðhæfni eignanna, þ.e. verðmæti
eignanna sem standa þarna að baki. Setjum svo að einstaklingur
skuldi erlent fasteignalán. Bankinn hans, sem ríkið á, fær t.d.
50% afslátt og setur það inn í efnahagsreikning bankans. Ef ríkið
léti þennan afslátt til einstaklingsins þá gæti hann líklega borgað
lánið. Ætlar ríkið að koma í gegnum bankann sinn og halda
kröfunni í toppi? Þegar einstaklingurinn getur ekki borgað, ætlar
ríkið þá að selja húsið á útsölu og afskrifa síðan lánið þannig í
gegnum gjaldþrot hjá þessum ein-
staklingi? Sömu sögu er að segja
með fyrirtækin. Þau væru í betri
málum ef þau fengju afsláttinn
beint. Mér sýnist þetta ákveðinn
ómöguleiki. Það tapa allir á þessu.
Miklu betra væri ef einstakling-
urinn fengi miklu beinni aðgang
að þeim sem á raunverulega þessa
kröfu, sem eru lánadrottnar gömlu
bankanna. Þannig mætti vinna
með þeim. Mér finnst að erlendir
kröfuhafar gömlu bankanna eigi
að vera hluti af lausninni en ekki
aðalvandamálið. Besta leiðin fyrir
alla er að virkja þessa kröfuhafa
og fá þá til að taka þátt í endurreisn íslenska bankakerfisins.
Að mínu mati er lykilatriði að fá þá til að eignast bankana. Það
myndi auka verðmætin fyrir alla.“
komu alls staðar að luktum dyrum
Vilhjálmur segir að vinna sé nú þegar í gangi hjá erlendum lána-
drottnum að skoða þessa leið. „Ég veit ekki nákvæmlega hver
staðan er á þessari stundu en það er mjög mikilvægt að mínu
mati að þessar breytingar verði sem fyrst. Strax eftir fall bank-
anna voru staddir hér á landi tugir ef ekki hundruð fulltrúa þess-
ara erlendu fjármálastofnana en það mátti enginn tala við þá.
Þeir komu alls staðar að luktum dyrum hjá þeim sem réðu og
fóru af landi brott með óbragð í munninum yfir því hvernig var
farið með þá. Síðan var byrjað að reyna að virkja þessa erlendu
kröfuhafa og því er nú málið komið í vinnslu. Meginmálið er
að bankarnir þurfa að vera mjög öflugir og í eigu aðila sem hafa
aðgang að erlendu lánsfé. Einungis þannig verður hægt að snúa
við blaðinu og koma efnahagslífinu í gang aftur.“
Meginmálið er að
bankarnir þurfa að
vera mjög öflugir
og í eigu aðila
sem hafa aðgang
að erlendu lánsfé.
einungis þannig
verður hægt að snúa
við blaðinu og koma
efnahagslífinu í
gang aftur.“