Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 38
texti: jón g. hauksson • Myndir: geir ólafsson eftir mestu mótmæli á Austurvelli frá árinu 1949 féll ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. en var æstur múgurinn eingöngu að biðja um nýjar kosningar? Hvað var Austurvöllur að segja? Janúarbyltingin, Búsáhaldabyltingin og Lýðræðisbyltingin. Lík-legast er nafnið Búsáhaldabyltingin að festast í sessi. Bylting á Íslandi, það er ekki á hverjum degi sem það gerist. En hverju var bylt? Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir forystu Geirs H. Haarde. En var það allt og sumt? Var æstur múgurinn ein- göngu að biðja um nýjar kosningar? Varla. Það telst ekki mikil bylting að stjórnarslit verði á Íslandi og efnt sé til nýrra kosninga. Hvaða skilaboð var þá Austurvöllur að senda frá sér? Það er í raun ekki alveg á hreinu. Flestir túlka það svo að þar hafi verið ósk um nýja stjórnarskrá sem tryggi betur aðskilnað löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds! Ósk um nýja tíma, nýja hugsun. En vilja menn fara frönsku og bandarísku leiðina, sem er að forsætisráðherra landsins verði kosinn beinni kosningu og velji sjálfur fólk í ríkisstjórn með sér? Að minnka þannig flokksræðið við myndun ríkisstjórna. Því hefur verið haldið fram að stjórnmálamenn á Íslandi, hvar í flokki sem þeir standa, taki hagsmuni flokka sinna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Austurvöllur var örugglega að biðja um eitthvað meira en nýjar kosn- ingar í apríl. Hvað þá? Kannski mótmælendur viti ekki nákvæmlega hverju þeir vilja breyta. Nema: Að þeir vilja breytingar. Eftir mótmæli laugardag eftir laugardag við Alþingishúsið við Austurvöll sauð upp úr þriðjudaginn 20. janúar svo að um munaði. Austurvöllur logaði. Bálköstur við Alþingishúsið, það er ekki dagleg sjón. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum og var það í fyrsta sinn frá árinu 1949 þegar inngöngu Íslands í NATO var mótmælt. Mótmælin héldu áfram miðvikudaginn 21. janúar, eldar loguðu, steinum var kastað, óeirðalögregla varði Alþingishúsið, táragasi var beitt, slasaðir lögreglumenn, slasaðir mótmælendur. Átökin bárust upp að Þjóðleikhúsinu þar sem Samfylkingin í Reykjavík hélt fund um að slíta stjórnarsamstarfinu. Upp úr stjórnarsamstarfinu slitnaði að morgni mánudagsins 26. janúar og baðst Geir H. Haarde forsætisráðherra lausnar síðar um daginn. Samfylkingin rauf stjórnarsamstarfið, segja sjálfstæðismenn. Forsetinn fól Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylk- ingar, umboð til stjórnarmyndunar en óformlegar viðræður höfðu þá verið í gangi í einhverja daga á milli frammámanna í báðum flokkum eftir að nýr foringi Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, hafði lýst því yfir að Framsóknarflokkur myndi styðja minnihlutastjórn þessara flokka. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tók við völdum sunnudaginn 1. febrúar undir verndarvæng Framsóknarflokksins. Eftir stendur: Er byltingin að baki eða rétt að byrja? Hvað saGði aUsTUrvöllUr? 38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.