Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 J ó n s T e p H e n s o n v o n T e T z H n e r JónStephenson von Tetzchner – Jón í Óperu – hefur farið fjórum sinnum til Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóða- efnahagsráðsins um framtíð heimsins. Hann er þar sem fulltrúi hinna ungu og efnilegu, rúmlega fertugur maðurinn. Jón er Íslendingur en hefur undanfarin 14 ár rekið hugbúnaðarfyrirtækið Óperu í Ósló og vakið heimsathygli fyrir vafrann Opera. Þegar Jón kom þar í fyrstu tvö skiptin ríkti bjartsýni: Glæst framtíð með endalaust vax- andi hagsæld öllum til handa að lokum. Í fyrra voru menn áhyggjufullir. Það voru að birtast brestir hér og þar. Nokkrir dómsdagspostular spáðu hruni og heimskreppu. Aðrir hlógu að svartsýninni og sögðu að allt færi þetta vel um leið og búið væri að berja í brestina. „Núna er staðan sú að enginn veit hve vandinn er stór,“ segir Jón nýkominn frá Davos. „Ég spái því að á næsta ári verði komið í ljós við hve mikinn vanda er að fást. Þá fyrst verður hægt að taka skipulega á honum og þá fara ljósin að birtast við endann á göngunum.“ Jón segir einnig að nú hafi verið miklu meiri hiti í umræðum á ráðstefnunni en áður. Þar veldur að sjálfsögðu mestu að Ísraelsmenn sættu hörðum ádeilum fyrir stríðið á Gaza. Menn hafa ekki rifist svo heitt um einstakt mál fyrr. Heimskreppa Efnahagur heimsins var engu að síður aðalmál ráðstefnunnar. Það er þar sem óvissan er. Hverfa ríki heims aftur til einangrunarstefnu eins og var eftir síðustu stóru heimskreppuna sem hófst í október árið 1929? Jón segir þó að ekki séu endilega allir á einu máli um að þetta sé heimskreppa, sambærileg við kreppuna miklu. Það getur enn verið að úr rætist – en það verður ekki í ár og varla næsta ár. „Það allir sammála um að einangrunar- og haftastefna væri mjög skaðleg,“ segir Jón. „Það sjást engu að síður mörg merki um slík viðbrögð meðal ríkisstjórna heims.“ Í því sambandi nefnir Jón sérstaklega aðgerðir ríkisstjórna til að bjarga stórum bönkum og stórfyrirtækjum. Sum þessara stóru fyrirtækja eiga sér enga lífsvon en er samt haldið á lífi af því að þau eru of stór til að fara á hausinn. birtir ekki tiL í ár texti: gísli kristjánsson Jón Stephenson von Tetzchner var á ráðstefnunni í Davos. Jón stePhenson von tetzchner var á FramtíðarráðsteFnunni í Davos: Í fyrra voru ræðumenn í davos áhyggjufullir. Í ár voru þeir skelkaðir. Að ári vonast þeir til að vita hve stór efnahagsvandi heimsins er. Bjartsýnustu menn halda að þeir sjái bjarma af nýjum degi eftir 12 til 18 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.