Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 59 Þórkatla Aðalsteinsdóttir. „Það hjálpar í þessu millibilsástandi að hreyfa sig, borða hollan mat, hitta skemmtilegt og jákvætt fólk, sinna áhugamálum sínum og líta á atvinnuleitina sem vinnuna sína.“ „Við hjá Lífi og sál hittum margt kvíðið og smeykt fólk. Óvissan var algjör og þarf af leiðandi óöryggið mikið.“ Þáttur áfallahjálpar, bæði hvað varðar einstaklinga og hópa, hefur að sögn Þórkötlu snaraukist; hún segir þó að vegna efnahagsástandsins spari margir við sig sálfræðiviðtöl ef þeir þurfa að borga fyrir þau sjálfir. „Fólk, sem hefur misst vinnuna, finnur fyrir minnkandi sjálfstrausti, óöryggi, fælni við að taka ákvarðanir og verkkvíða. Smæstu mál verða að stórmálum. Oft talar fólk í þessari stöðu um veikari sjálfsmynd og erfitt oft að ná aftur í gömlu jákvæðu myndina um drífandi og áhugaverða manneskju. Það hvað við störfum er stór partur af því hvað við erum – allavega erum við vön að líta þannig á og það er heilmikil kúnst að aðlagast nýrri stöðu og finna virði sitt þrátt fyrir atvinnuleysi.“ Ekki endir heldur kaflaskipti Þórkatla beitir hugrænni atferlismeðferð og jákvæðri sálfræði. Um er að ræða samtals- meðferð en þá er verið að aðstoða fólk við að finna sjálft leiðir og síðan er því hjálpað að feta þær. „Þessar leiðir felast kannski mest í hugarfarinu – að breyta um viðhorf sem hjálpar viðkomandi í stöðunni og finna styrk sinn og möguleika. Fólk sem kemur hingað og hefur nýlega orðið fyrir því áfalli að missa vinnuna missir eðlilega innra jafnvægi um stund og upp- lifir sterkar og erfiðar tilfinningar. Það er svo í verkahring okkar sálfræðinganna að aðstoða fólk við að ná jafnvægi á ný. Það gerum við með ýmsu móti, til dæmis með því að hjálpa fólki við að endurskilgreina og endurorða það sem gerðist og sjá atburði á hlutlægari hátt en það gerir það viðráð- anlegra að komast yfir áfallið. Það að missa vinnuna þýðir að við lendum á krossgötum og þurfum að setja okkur ný markmið. Það er auðvitað mikið álag en það er líka spennandi. Galdurinn er að ná að horfa á það þannig og trúa því. Í stað þess að líta á atvinnumissi sem lokun og endi er betra að líta á hann sem kaflaskipti. Það gagnast okkur best og hjálpar okkur að ná betri líðan og krafti á ný.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.