Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
nú þegar íslenskt viðskiptalíf gengur í gegnum miklar umbreytingar og uppstokkun er mikilvægt að horfa til framtíðar. Slíkar víðtækar breytingar skapa oft mikil tækifæri og því er nauðsynlegt að staldra aðeins við og
endurmeta og kortleggja stöðuna.
Það má hins vegar ekki staldra of lengi við heldur verða menn
að vera fljótir að átta sig á því hvaða tækifæri eru til staðar þannig
að hægt sé að einbeita sér að því að nýta þau, fyrirtækjunum til
framdráttar. Að því loknu þarf að fylgja markvisst eftir innleiðingu
þeirra breytinga (stefnu) svo að árangur náist.
Reynslan hefur sýnt að í um 90% tilfella ná fyrirtæki ekki þeim
árangri sem þau ætla sér þegar lagt er af stað í miklar breytingar og/
eða að innleiða nýja stefnu. Það eru margar ástæður fyrir því en þær
sem oftast eru nefndar eru:
Stuðning skortir frá yfirstjórn til að fylgja eftir stefnu. •
Eftirfylgni vantar.•
Takmarkaðar auðlindir.•
Breytingar í yfirstjórn.•
Skýra sýn og tilgang vantar til að koma á framfæri við alla •
starfsmenn fyrirtækisins.
Alltaf er verið að breyta árangursmælikvörðum.•
Breytt forgangsröðun. •
Þessu til viðbótar virðist sá misskilningur oft vera til staðar að
þegar breytingin (stefnan) liggur fyrir og hefur verið kynnt, að verk-
inu sé lokið. Segja má að þá sé aðeins þriðjungi verkefnisins lokið
og því meirihlutinn eftir og jafnframt sá erfiðasti. Staðreyndin er
sú að það er alveg sama hversu vel úthugsuð og nauðsynleg breyt-
ingin er; að ef ekki er staðið rétt að innleiðingu hennar og þeim
aðgerðum sem þurfa að fylgja næst aldrei sá árangur sem menn
gerðu sér væntingar um í upphafi.
hvernig á að koma á breytingum?
Það er margt sem þarf að huga að til að koma á breytingum. Ágætis
samlíking í því samhengi er völundarhús þar sem er ákveðið upphaf
og ákveðinn endir en þar á milli eru margar leiðir, sumar enda á
veggjum og hinar eru mislangar og erfiðar yfirferðar. Við slíkar
aðstæður er gott að vera með kompás í hendinni. Með kompásinn
að leiðarljósi áttum við okkur betur á því hvert við erum að fara og
hvaða leið við eigum að velja til að komast á leiðarenda.
Árið 2005 gaf Robin Speculand hjá Bridges Consultancy út
bókina Bricks to Bridges þar sem hann kynnir hugmynda- og
aðferðafræði sína við innleiðingu stefnu (breytinga). Umgjörðin sem
hann notar í bók sinni er svokallaður stefnuframkvæmdar-kompás
(e. The Implementation Compass™) og í kringum hann hefur hann
þróað ákveðin tæki og tól sem auðvelda fyrirtækjum að innleiða
stefnu (breytingar) á árangursríkan hátt.
Robin kom hingað til landsins vorið 2007 og hélt m.a.
fyrirlestur fyrir MBA-nemendur HÍ um mikilvægi markvissrar
stefnuframkvæmdar og vakti fyrirlesturinn mikla athygli.
Stefnuframkvæmdar-kompásinn samanstendur af 8 þáttum, sem
eru: Mannauðurinn, „Biz Case-ið“, miðlun upplýsinga, mælingar,
menning, ferlar, eftirfylgni og rýni. Kompásinn gerir þér kleift að:
Skilja fyllilega hvað felst í því að innleiða viðkomandi stefnu.•
Meta styrkleika og veikleika fyrirtækisins. •
Rata í gegnum völundarhúsið (innleiðinguna).•
Innleiða „bestu aðferðir“.•
Fylgja eftir innleiðingunni til lengri tíma litið. •
Oft getur þetta ferli verið langt og strangt en í upphafi skyldi
endinn skoða og því er mikilvægt að meta fyrst hversu vel fyrirtækið
er í stakk búið til að takast á við breytingarnar. Ein leið til að gera
taktu uPP
koMPÁsinn
Kreppan kallar á nýja framtíðarsýn flestra fyrirtækja. Reynslan hefur hins vegar sýnt
að í um 90% tilfella nái fyrirtæki ekki þeim árangri sem þau ætla sér þegar lagt er
af stað. Hvers vegna? Það gleymist oft að hafa kompásinn að leiðarljósi.
s t j ó r n u n
TExTi: guðrún ragnarsdóttir • MyND: geir ólafsson