Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 85 Til að snúa vörn í sókn og tileinka sér aðferðir stefnumótunar í eigin lífi gætu menn haft erindi sem erfiði með því að kynna sér námskeið um þetta efni hjá Endurmenntun HÍ. Þátttakendum er þar kennt að leggja mat á eigin veikleika og styrkleika, stíga út fyrir hefðbundna þægindaramma og auka völd sín og áhrif. Námsfyrirkomulag er í formi fyr- irlestra, umræðna og heima- verkefna auk þess sem nemendum er fylgt eftir þremur mánuðum síðar til að meta hvernig markmiðasetningin hefur til tekist. „Markmiðasetning snýst um stefnu- mörkun í eigin lífi. Ég kenni fólki að setja sér markmið og taka þar með rétt skref í átt að draumum sínum og þrám. Fólk lítur í eigin barm, stoppar við og hugsar með sér hvað það hefur verið að gera og hvert skuli stefna. Ég býð fólki upp á ferðalag til að skoða sjálft sig og nota þrautseigjuna sem hjálpartæki á þessari vegferð. Í kreppu- og krísuástandi eru það nefnilega fyrst og síðast viðhorf fólks sem skapa því ný tækifæri ef menn eru tilbúnir að opna hugann og spyrja nýrra spurninga. Hver einstaklingur fær fullt af vöggugjöfum við fæðingu sem nýta má á lífsleiðinni. Það má hins vegar alltaf velta því fyrir sér hvort bankastarfsmaður sé til dæmis að vinna í banka af tómri innri þörf eða hvort hann myndi vilja vera að gera eitthvað allt annað. Stundum getur atvinnumissir verið léttir fyrir fólk, sem ekki finnur sig í viðkomandi hlutverki. Ég er því á námskeiðinu hálfgerð ljósmóðir, stend á hliðarlínunni með réttu verkfærin og hjálpa fólki við að stilla sig af og meta stöðu sína í réttu ljósi og í takt við raunveruleikann,“ segir dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptadeild HÍ. Árelía kennir á nám- skeiði Endurmenntunar HÍ sem ber yfirskriftina „Stefnumótun í eigin lífi: Snúðu vörn í sókn“. Það hóf göngu sína skömmu eftir banka- hrunið og er bæði ætlað atvinnulausum og vinn- andi fólki, sem vill skoða svolítið sjálft sig upp á nýtt og í takt við tíðarandann. Hvert námskeið stendur yfir í þrjá morgna og hittist hver hópur svo að afloknum þremur mánuðum til að fara yfir markmið sín og setja sér ný. Tímamót og tækifæri Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á eigin veikleikum og styrk- leikum, setji sér markmið að bættum árangri í lífi og starfi og kynni sér þau viðhorf og þá hegðun sem einkennir þá sem ná árangri. Kynntar eru til sögunnar ýmsar kenningar sem settar hafa verið fram um leiðtogafærni í eigin lífi, ásamt því að fjallað er um þá þróun og umræðu sem átt hefur sér stað um það hvernig einstaklingar geta beitt leiðtogafærni á sem árangursríkastan hátt á sjálfan sig sem og starfsumhverfi. Sérstök áhersla er lögð á að kynna ólík hugtök og sjónarhorn til að takast á við þau vandasömu verkefni sem stjórn- endur þurfa að glíma við og sem einstakl- ingar þurfa að glíma við í sjálfum sér. Þátt- takendur setja sér markmið á öllum sviðum lífs síns, en sérstaklega er lögð áhersla á að skilja og þekkja hugtakið vald út frá þeirri hugmyndafræði að taka völdin í eigin lífi og starfi. Að námskeiðinu loknu er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi öðlast meiri þekk- ingu á eigin verðleikum, komi betur auga á mögulegar hindranir, sem á vegi þeirra verða, og læri hvernig komast megi yfir þær. Þátt- takendur gera stefnukort út frá eigin lífi, eftir bók Árelíu „Móti hækkandi sól, lærðu að virkja kraft vonar og heppni í lífi þínu“. „Námskeiðið var fyrir mig mjög gagnlegt og hjálpaði mér að setja nýjan fókus á sjálfa mig,“ segir Sólveig Sigurgeirsdóttir, sem fékk uppsagnarbréf í bankahruninu eftir að hafa verið starfandi sem verkefnisstjóri í tölvudeild Landsbankans í eitt ár. „Námið hefur hjálp- að mér til að byggja upp kjark til að takast á við ný viðfangsefni enda hafa markmiðin mín nú tekið allt aðra stefnu en áður. Ég lít á atvinnumissinn nú sem tímamót og tækifæri og fannst ég ljónheppin að lenda inn á svona stuttu og hnitmiðuðu námskeiði á hár- réttum tíma,“ segir Sólveig og bætir við að flestir þátttakendurnir á námskeiðinu hafi verið í tölu atvinnulausra. Hópurinn ákvað í kjölfar námskeiðsins að halda áfram að hittast vikulega í húsnæði Endurmenntunar til að bera saman bækur sínar og sýna hvert öðru stuðning í verki á krepputímum. Lærðu að þekkja þína eigin veikleika og styrkleika með því að setja þér raunhæf mark- mið í leik og starfi. Með því móti má snúa vörn í sókn og fyrr en varir ertu orðinn leiðtogi í eigin lífi. Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir og Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Á námskeiði hjá Árelíu lærði Solveig að hlusta á sjálfa sig og setja sér ný markmið eftir atvinnumissi. Hver ein- staklingur er leiðtogi í eigin lífi stefnumótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.