Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 89 að halda Góða ræðu Að vera maður sjálfur helgi Guðmundsson, markaðs- og sölufulltrúi hjá Póstinum, hefur keppt í ræðumennsku á vegum JCi-hreyfingarinnar á alþjóðavettvangi auk þess að hafa verið leiðbeinandi á um 20 ræðunámskeiðum. hann segir að þegar halda eigi góða ræðu sé undirbúningur fyrsta atriðið sem þurfi að hafa í huga en hann bendir á að margir undirbúi sig ekki nóg. „Ég hef lagt áherslu á að góð ræðumennska sé það þegar viðkomandi stendur fyrir framan hóp af fólki og miðlar af sínum persónuleika, sínum húmor og sinni skoðun. Það skiptir máli að vera maður sjálfur.“ Viðkomandi þarf að hafa í huga hvað hann ætlar að tala um, hvert sé tilefnið og hvar ræða verður haldin en það skiptir máli að kynna sér aðstæður – þarf viðkomandi til dæmis að þenja röddina eða er hátalarakerfi á staðnum? tilvalið er að standa fyrir framan stól og ímynda sér að áheyrandi sitji í honum. hvað ræðuna sjálfa áhrærir er gott að setja niður á blað hvað viðkomandi veit um efnið, hann getur lesið sér til um efnið á netinu eða í bókum og loks getur hann leitað álits tveggja til þriggja manna um gæði ræðunnar. Þegar ræðumaðurinn stendur fyrir framan áheyrendur segir helgi að gott sé að gefa sér tíma áður en ræðan hefst – koma sér í stellingar og hafa vatnsglas við höndina. „Það er tilvalið að byrja á ávarpi en ræðumaður hefur um hálfa mínútu til að grípa athygli áheyrenda. Það á alls ekki að byrja á því að afsaka sig heldur byrja á spurningu eða vangaveltum. Þá þarf að tala mannamál þannig að allir skilji um hvað er verið að tala. Góð þögn getur verið áhrifameiri en heil málsgrein.“ helgi segir að hendur eigi ekki að koma nálægt andlitinu. „endir ræðunnar verður að vera sterkur. Það er því sóun að enda á orðunum: „takk fyrir.“ sé það við hæfi er ágætt að miðla slíku þakklæti í upphafi ræðu. endirinn ætti hins vegar að vera hvatning eða staðhæfing sem hvetur fólk til að taka ákvörðun eða til að gera eitthvað.“ að ýmsu er að hyggja þegar halda á fundi á ensku og misskilningur getur verið dýrkeyptur. Þótt viðkomandi tali ágæta ensku þýðir það ekki að hann muni tala skýra og nákvæma ensku á fundi sem haldinn er á því tungumáli. Boðið er upp á námskeið í enskuskólanum í hvernig eigi að bera sig að. Þar fengust meðal annars þær upplýsingar að sá sem skipuleggur fundinn ætti að skýra frá markmiði fundarins á skýran hátt, að hann hafi í huga að mestur hagur er af því ef allir taki þátt í umræðunum, að hann biðji þá fundarmenn, sem hafa ensku sem móðurmál, að tala einfaldari ensku en þeir eru vanir, að hann biðji alla að tala hægt og skýrt til að allir skilji, að þeir sem ekki skilja allt sem sagt er séu óhræddir við að spyrja og segja í stuttu máli frá hverju atriði. aðrir fundarmenn ættu að taka vel eftir því sem sagt er, tala hægt og skýrt, athuga og útskýra það sem þeir skildu ekki, vera tilbúnir að endurtaka það sem þeir sögðu og sem aðrir skildu ekki og vera tilbúnir að segja frá með eigin orðum og í stuttu máli það sem þeir eru spurðir um. í byrjun fundar má nota setningar eins og: „i’d like to welcome everyone to the meeting.“ eða. „thank you all for being here today.“ Þá má kynna markmið fundarins á þennan hátt: „the objective of this meeting is to...“ eða „the main subject of this meeting is...“ Varðandi það að benda fundarmönnum á að tala hægt og skýrt má byrja á setningum eins og: „i’d be very grateful if everyone would speak slowly and clearly.“ eða: „Could i ask you to keep your language as clear and simple as possible?“ fundi má ljúka með setningum eins og: „i think that pretty much brings us to the end of our discussions.“ eða: „so, i’d like to run briefly through all the points we’ve discussed.“ Julie Ingham er skólastjóri Enskuskólans. fundir á ensku Þegar enskan er ekki þjál Helgi Guðmundsson. „Ég hef lagt áherslu á að góð ræðumennska sé það þegar viðkomandi stendur fyrir framan hóp af fólki og miðlar af sínum persónuleika, sínum húmor og sinni skoðun. Það skiptir máli að vera maður sjálfur.“ ráðstefnuhald Góður aðbúnaður og umgjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.