Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
Radisson SAS HÓTEL Saga er ráðstefnuhótel með fullkomna aðstöðu
fyrir fundi, námskeið og ráð-
stefnur af ýmsum stærðum.
Allur tækjabúnaður er í sam-
ræmi við nýjustu tækni og
leggur hótelið mikla áherslu
á að vera í fararbroddi á
því sviði, t.d. með ókeypis
netaðgangi fyrir alla
fundargesti, sem og hótelgesti.
glæsileg hönnun
og nýjasta tækni
Valgerður Ómarsdóttir er sölu-
og markaðsstjóri Radisson
SAS HÓTEL SÖGU. Hún
upplýsir að hótelið hafi 209
herbergi. Það státi af tíu funda-
og veislusölum sem taka frá
14–800 manns og eru allir með
frábæru útsýni:
„Það er mikill sveigjanleiki
á stærð salanna því hægt er að
breyta stærð þeirra eftir þörfum.
Allir salirnir eru á einni og sömu
hæð sem auðveldar allt aðgengi.
Glæsileg hönnun frá Arne
Jacobsen, s.s. Svanastólarnir
og Eggið, setja svip sinn á
aðstöðuna. Flatskjáir eru í öllum
smærri fundarsölunum fyrir
framsetningu á efni og önnur
tækni er öll eins og best verður
á kosið. Tæknimaður er ávallt
til staðar til þess að tryggja að
allt gangi snurðulaust fyrir sig.
Frír aðgangur er í Mecca spa
heilsuræktina á hótelinu og
hefur það mælst sérstaklega vel
fyrir í þeim hvataferðum og
ráðstefnum þegar makar hafa
komið með, enda gefst þeim
góður tími til að njóta hinnar
frábæru aðstöðu.“
grillið er gimsteinninn
„Grillið er að sjálfsögðu einn af
gimsteinum hótelsins og er vart
til betri leið til að slá botninn
í vel heppnaðan fund eða
ráðstefnu en á Grillinu – undir
handleiðslu okkar frábæru
matreiðslumanna og þjóna og
með hið óviðjafnanlega útsýni
yfir Bláfjöll og borgina.
Tilvalið er að sameina
glæsilegu fundarsalina okkar
og stórglæsilegt hádegisverð-
arhlaðborðið í Skrúði þar sem
úrval af heitum og köldum
réttum bíður fundargestanna.
Sérhannaðar veitingar í kaffi-
hléunum tryggja að allir fái
orku við sitt hæfi svo að dag-
urinn nýtist sem best; enda er
góður árangur fundarins mark-
mið okkar. Hvatningarfundir,
námskeið eða ráðstefnur – við
höfum fundarpakkann sem
hentar.“
Fullkomin aðstaða fyrir fundarhöld
RadiSSoN SaS HóteL Saga
Valgerður Ómarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Radisson SAS HÓTEL SÖGU.
„Hvatningarfundir,
námskeið eða
ráðstefnur – við höfum
fundarpakkann sem
hentar.“