Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 57 ráðstefnuna, sem gerir hana að þeirri stærstu sem haldin hefur verið í upplýsingatækni á Íslandi frá upphafi. Viðtökurnar voru framar vonum og starfsfólk Microsoft Íslandi þurfti að beita allri sinni skipulagshæfni til að ná að halda utan um viðburðinn. Ráðstefnan skiptist í þrjár línur báða dagana; ein fyrir forritara, önnur fyrir tæknimenn og sú þriðja fyrir stjórnendur. Þar sem aðgangur var ókeypis var brugðið á það ráð að láta gesti skrá sig í hvern fyrirlestur fyrir sig eftir áhugasviði. Það reyndist lykilatriði í skipulagningunni því þannig var hægt að raða fyrirlestrum í hentuga sali eftir fjölda skráðra gesta og halda skráningum opnum lengur en ella. Vinsælastur var fyrirlestur um Windows 7, næsta stýrikerfi Microsoft, og Windows Server 2008 R2, næstu útgáfuna af netþjóni Microsoft. Jafnframt vöktu fyrirlestrar Miha Kralj, eins helsta fyrirlesara Microsoft á heimsvísu, mikla athygli. Hann fjallaði m.a. um hvernig búast megi við að tækniþróunin verði næstu tíu árin, auk þess að frumflytja fyrirlestur sem saminn var fyrir ráðstefnu í Bandaríkjunum sem haldin var mánuði eftir íslensku ráðstefnuna. strax komnar fyrirspurnir um næsta ár Halldór segir að sjaldan hafi starfsfólk Microsoft Íslandi fengið jafngóð viðbrögð, ekki bara frá ráðstefnugestum heldur líka fyrirlesurum. „Erlendu fyrirlesararnir höfðu á orði að sjaldan hefðu þeir orðið varir við jafnmikinn áhuga hjá ráðstefnugestum og trúðu varla hversu margir hefðu mætt. Einn þeirra greip til höfðatölureiknings og sagði að til að halda sambærilega ráð- stefnu í Bandaríkjunum þyrftu hátt í milljón gestir að sækja ráð- stefnu þar í landi. Fréttir af þessu bárust hratt innan Microsoft og við erum þegar farin að fá fyrirspurnir frá þeim sem vilja taka þátt á næsta ári.“ Mögulegt sóknarfæri í ráðstefnugeiranum: auðsóttara að fá erlenda fyrirlesara og gesti Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að vel megi búast við að fleiri fylgi í kjölfar Microsoft og flytji inn viðburði og ráðstefnur til að bregðast við erfiðu árferði í efnahagslífinu. „Viðburðir sem þessir skipta miklu máli í upplýsingatækni, en það eru margar aðrar greinar sem þurfa ekki síður á stöðugri símenntun að halda til að starfsfólk geti haldið í við nýjungar og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Þess vegna er ekki bara hægt að klippa bara á allt sem tengist ráðstefnusókn og símenntun heldur þarf að leita nýrra leiða á borð við þá að færa viðburðina hingað heim.“ Halldór bendir á að gríðarlegar kostnaðarhækkanir við ferðalög, ráðstefnugjöld og uppihald erlendis á niðurskurðartímum setji fyrirtæki og stofnanir í erfiða stöðu. „en það eru tvær hliðar á þessum peningi. Lágt gengi hér á landi þýðir að þátttaka útlendinga í ráðstefnum á Íslandi þarf ekki að kosta jafnmikið og áður, hvort sem um fyrirlesara eða gesti er að ræða. Ísland hefur á nokkrum mánuðum orðið tiltölulega „ódýrt“ land fyrir ferðamenn og jafnvel svolítið meira spennandi en áður, í ljósi mikillar umfjöllunar heimspressunnar um ástandið hér á landi. Í ljósi þessa ætti jafnvel að felast sóknarfæri fyrir íslenska ráðstefnuhaldara – þörfin fyrir símenntun hefur sjaldan verið jafnmikil hér á landi um leið og auðveldara ætti að vera en áður að fá erlenda gesti.“ Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.