Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 73
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 73 Lýsingin á fyrirtækinu, þ.e. heildarstöðumyndin, þarf ekki að vera löng ritgerð. Hægt er að stilla þessum upplýs- ingum upp á knappan og myndrænan hátt. Það má sjá fyrir sér að draga upp seríu af þessum heildarstöðumyndum til að ná fram stefnunni sem fyrirtæki hefur fylgt. Einnig má draga upp mynd eða myndir af þeirri heildarstöðu sem fyrir- tækið vill að verði að veruleika þegar fram í sækir. Þessar vangaveltur falla undir greiningu á stefnu fyrir- tækisins. Lykillinn að góðri greiningu er að þekkja nær- og fjærumhverfið. • Á hverju þarf samfélagið að halda? • Hvað getur fyrirtækið lagt af mörkum til að gera samfélagið betra og öflugra? • Hvaða kröfur eru gerðar til þess af samfélaginu? • Hvað er framundan í tækni, umhverfismálum, þjóðfélagsmálum, efnahagsmálum o.s.frv.? Hérna má nýta margar aðferðir og verkfæri stefnu- mótunar til að auðvelda verkið. Kjarni málsins er hins vegar hvaða afstöðu fyrirtækið hefur gagnvart þeim þáttum og atriðum sem er að finna í fjærumhverfinu: • Hvert er framlag fyrirtækisins og árangur þegar dæmið er skoðað í víðu ljósi samfélagsins? • Er þörf á að gera betur? • Má sjá og skilgreina ný árangursviðmið sem eru verðugt keppikefli fyrir fyrirtækið? • Er það sem fyrirtækið gæti lagt fram í samræmi við þá stefnu sem fyrirtækið hefur eða gefur það tilefni til stefnubreytingar? • Hver er staðan í nærumhverfinu, þ.e. í atvinnugrein- inni og á markaðnum sem fyrirtækið starfar á? • Þjónar fyrirtækið viðskiptavinum eins og best verður á kosið? • Er verið að veita þeim ávinning? • Stenst fyrirtækið samkeppnina og heldur það nauðsynlegu forskoti á keppinautana? • Hefur fyrirtækið sérstöðu? • Hver er samningsstaða fyrirtækisins gagnvart birgjum og undirverktökum? • Hvernig stendur það gagnvart þeirri ógn sem er af nýjum samkeppnisaðilum og gagnvart hættunni á stað- kvæmdarvöru? Svona mætti áfram spyrja mikilvægra spurninga sem stjórnendur og starfsmenn verða að geta svarað: • Hver er staðan í viðskiptaumhverfinu nú og hver ætti hún að vera? • Hvar vantar upp á að fyrirtækið nái árangri með afurðir sínar? • Hvað þarf að gera betur? • Hver gætu verið ný árangursviðmið sem myndu breyta afstöðunni til þess sem fyrirtækinu er ætlað að vera og verða? • Samræmast þau viðmið stefnu fyrirtækisins eða má sjá í þeim hugmynd að stefnubreytingu? • Hvað með fyrirtækið sjálft, innviði þess og auðlindir? • Hver er útfærslan á virðiskeðjunni og hagkvæmnin í rekstrinum? • Hvert er öryggið í starfseminni? • Hver er áhættan? • Hverjir eru mikilvægustu framleiðsluþættirnir og staða fyrirtækisins á því sviði? • Hver eru þekkingarverðmætin sem fyrirtækið býr yfir? • Hver eru þau tengsl sem fyrirtækið hefur lagt áherslu á að rækta og að hvaða marki leggja þau grunn að sam- keppnishæfni og árangri fyrirtækisins? Mikilvægur þáttur í svona innri greiningu er að átta sig á menningu fyrirtækisins og ekki síður þeirri sjálfsmynd sem fyrirtækið þarf að hafa. Einnig þarf að skoða skipulag fyrirtækisins og allt annað fyrirkomulag þess, eins og t.d. eftirlit og umbun. Hver er staðan á þessum þáttum hjá fyrirtækinu og hvers þarfnast fyrirtækið til að geta náð þeim árangri sem hugur og vilji stendur til? Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. S T J Ó R N U N © RSS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.