Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
Hvers vegna að prófa þennan bíl? Þær gróðurhúsalofttegundir
sem verða til í sorphaugum landsmanna fara út í andrúmsloftið
með einhverjum hætti hvort sem er. Bílar sem ganga fyrir metangasi
– hauggasi – eru að bjarga verðmætum um leið og þeir menga minna
en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu, innfluttu jarðefnaeldsneyti.
Volkswagen Touran varð fyrir valinu sem fulltrúi þeirra.
Vél- og tæknibúnaður Tvíbrennivélar sem ganga fyrir metani og
bensíni eru eins upp byggðar og hefðbundnar bensínvélar. Eldsneyt-
isgangur fyrir metan frá áfyllingarstút að vél er þó öðruvísi og sérstakur
fyrir hvora tegund eldsneytis, en vélin gengur jafn vel á hvoru sem er.
Framan af tilraunum með metan á bíla breyttu sérstök breytingaverk-
stæði hefðbundnum bensínvélum til að ganga einnig fyrir metani. Nú
eru nokkrir framleiðendur farnir
að skila verksmiðjuframleiddum
bílum sem sérstaklega eru gerðir til
að ganga á metani. Volkswagen er
þar fremstur í flokki.
Gasið er haft á sérstökum þrýsti-
kútum sem oftast er komið fyrir í
grindinni. Metan hefur eðlisþyngd-
ina 0,7 og stígur því viðstöðulaust
upp ef það er ekki undir þrýstingi,
þannig að hætta á gaseitrun er ekki
fyrir hendi – auk þess sem metan-
gas er ekki eitrað. Til öryggis er
sterku lyktarefni blandað í það svo
að þess verður tafarlaust vart ef leki
verður. Öryggisloki á hverjum kút
skynjar óeðlilegt streymi þegar í
stað og lokar fyrir.
Niðurstöður úr árekstrapróf-
unum TÜV (Technische Über-
wachung Verein), sem er óháð
rannsókna- og eftirlitsstofnun í
Þýskalandi, sýna að í umferðar-
óhöppum stafar minni hætta af
metanbúnaði en eldsneytisbúnaði hefðbundinna bensín- eða dís-
ilbíla. Kviknað hefur í þremur metanknúnum bílum hérlendis, öllum
sömu tegundar. Í engu þeirra tilvika kom gasbúnaðurinn við sögu né
skaddaðist.
Touran skiptir sjálfvirkt á milli eldsneytistegunda. Kaldræsing tví-
brennivéla – vélarhiti undir 15° – er alltaf á bensíni, en þegar þeim
hita er náð skiptir búnaður bílsins sjálfkrafa yfir á metan. Á reynslu-
tímanum reyndist þetta taka 800–1000 m akstur. Ef gasið gengur til
þurrðar skiptir bíllinn sjálfur yfir á bensín. Fullur bensíntankur dugar
til u.þ.b. 150 km aksturs.
Metansala og metanbílar í vítahring Hér á landi er aðeins ein elds-
neytisstöð sem afgreiðir metan, N1 á Bíldshöfða. Ekki hefur þótt taka
því að koma upp aðstöðu til sölu
metans á fleiri eldsneytisstöðvum
af því að metanbílar í umferðinni
eru svo fáir. En þeir eru svo fáir
sem raun ber vitni ekki síst vegna
þess að metan fæst ekki víðar.
Þetta er vítahringur.
Metan – eða bensín? Hérlendis
er metangas mælt og selt í rúm-
metrum (m3), en víðast annars
staðar í kg. Hvert kg er ca. 1,48
m3. Hver m3 jafngildir 1,12 lítra
bensíns (95 okt), eða 1 kg = 1,32
l. Meðaleyðsla í reynsluakstrinum
var skv. aksturstölvu bílsins 7,5
kg pr. 100 km. 7,5 x 1,32 = 9,9
lítrar á 100 km. 7,5x1,48= 11,1
m3. Hver m3 kostar 88 krónur.
100 km akstur á gasi kostar því
976,80 krónur. Lítri af 95 okt.
bensíni kostaði – með afgreiðslu
– 121,83 meðan prófun stóð yfir.
9,9 x 121,83 = 1206,12 krónur.
VOLKSWAGEN TOURAN ECOFUEL – TVÍBRENNIBÍLL:
Sigurður Hreiðar
skrifar um bíla
BÍLAR
Fjárhagslega hagkvæmur –
afar skemmtilegur í akstri
+ Vistmildur bíll, notar
innlenda orku.
+ Nýtir CO2 mengun
sem er til staðar
hvort sem er.
+ Haganlegt innanrými.
+ Afbragðs skemmti
legur í akstri.
– Tölvustýrð miðstöð (AC)
ekki staðalbúnaður
– Stýring á þurrkum öfug
við það sem algengast
er (kveikt = sproti upp,
ekki niður).
– Fæst ekki sjálfskiptur.
+ Kostir / Ókostir ÷
TEXTI OG MYNDIR: SIGURÐUR HREIÐAR