Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 122

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Hvers vegna að prófa þennan bíl? Þær gróðurhúsalofttegundir sem verða til í sorphaugum landsmanna fara út í andrúmsloftið með einhverjum hætti hvort sem er. Bílar sem ganga fyrir metangasi – hauggasi – eru að bjarga verðmætum um leið og þeir menga minna en bílar sem ganga fyrir hefðbundnu, innfluttu jarðefnaeldsneyti. Volkswagen Touran varð fyrir valinu sem fulltrúi þeirra. Vél- og tæknibúnaður Tvíbrennivélar sem ganga fyrir metani og bensíni eru eins upp byggðar og hefðbundnar bensínvélar. Eldsneyt- isgangur fyrir metan frá áfyllingarstút að vél er þó öðruvísi og sérstakur fyrir hvora tegund eldsneytis, en vélin gengur jafn vel á hvoru sem er. Framan af tilraunum með metan á bíla breyttu sérstök breytingaverk- stæði hefðbundnum bensínvélum til að ganga einnig fyrir metani. Nú eru nokkrir framleiðendur farnir að skila verksmiðjuframleiddum bílum sem sérstaklega eru gerðir til að ganga á metani. Volkswagen er þar fremstur í flokki. Gasið er haft á sérstökum þrýsti- kútum sem oftast er komið fyrir í grindinni. Metan hefur eðlisþyngd- ina 0,7 og stígur því viðstöðulaust upp ef það er ekki undir þrýstingi, þannig að hætta á gaseitrun er ekki fyrir hendi – auk þess sem metan- gas er ekki eitrað. Til öryggis er sterku lyktarefni blandað í það svo að þess verður tafarlaust vart ef leki verður. Öryggisloki á hverjum kút skynjar óeðlilegt streymi þegar í stað og lokar fyrir. Niðurstöður úr árekstrapróf- unum TÜV (Technische Über- wachung Verein), sem er óháð rannsókna- og eftirlitsstofnun í Þýskalandi, sýna að í umferðar- óhöppum stafar minni hætta af metanbúnaði en eldsneytisbúnaði hefðbundinna bensín- eða dís- ilbíla. Kviknað hefur í þremur metanknúnum bílum hérlendis, öllum sömu tegundar. Í engu þeirra tilvika kom gasbúnaðurinn við sögu né skaddaðist. Touran skiptir sjálfvirkt á milli eldsneytistegunda. Kaldræsing tví- brennivéla – vélarhiti undir 15° – er alltaf á bensíni, en þegar þeim hita er náð skiptir búnaður bílsins sjálfkrafa yfir á metan. Á reynslu- tímanum reyndist þetta taka 800–1000 m akstur. Ef gasið gengur til þurrðar skiptir bíllinn sjálfur yfir á bensín. Fullur bensíntankur dugar til u.þ.b. 150 km aksturs. Metansala og metanbílar í vítahring Hér á landi er aðeins ein elds- neytisstöð sem afgreiðir metan, N1 á Bíldshöfða. Ekki hefur þótt taka því að koma upp aðstöðu til sölu metans á fleiri eldsneytisstöðvum af því að metanbílar í umferðinni eru svo fáir. En þeir eru svo fáir sem raun ber vitni ekki síst vegna þess að metan fæst ekki víðar. Þetta er vítahringur. Metan – eða bensín? Hérlendis er metangas mælt og selt í rúm- metrum (m3), en víðast annars staðar í kg. Hvert kg er ca. 1,48 m3. Hver m3 jafngildir 1,12 lítra bensíns (95 okt), eða 1 kg = 1,32 l. Meðaleyðsla í reynsluakstrinum var skv. aksturstölvu bílsins 7,5 kg pr. 100 km. 7,5 x 1,32 = 9,9 lítrar á 100 km. 7,5x1,48= 11,1 m3. Hver m3 kostar 88 krónur. 100 km akstur á gasi kostar því 976,80 krónur. Lítri af 95 okt. bensíni kostaði – með afgreiðslu – 121,83 meðan prófun stóð yfir. 9,9 x 121,83 = 1206,12 krónur. VOLKSWAGEN TOURAN ECOFUEL – TVÍBRENNIBÍLL: Sigurður Hreiðar skrifar um bíla BÍLAR Fjárhagslega hagkvæmur – afar skemmtilegur í akstri + Vistmildur bíll, notar innlenda orku. + Nýtir CO2 mengun sem er til staðar hvort sem er. + Haganlegt innanrými. + Afbragðs skemmti legur í akstri. – Tölvustýrð miðstöð (AC) ekki staðalbúnaður – Stýring á þurrkum öfug við það sem algengast er (kveikt = sproti upp, ekki niður). – Fæst ekki sjálfskiptur. + Kostir / Ókostir ÷ TEXTI OG MYNDIR: SIGURÐUR HREIÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.