Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 20

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein SPrOtaFYrIrtÆkI Í rannsókn á sprotafyrirtækjum, sem gerð var sumarið 2009, kemur fram að mikil gróska er í íslenska sprotaumhverfinu. Langflest fyrirtæki sem svöruðu könnuninni, eða 86% fyrirtækja, voru stofnuð á síðustu 13 árum eða árið 1997 eða síðar. Um 94% hafa náð fyrstu sölu og 54% sprotafyrirtækja skila þegar hagnaði. Um leið og það eru jákvæðar fréttir hversu vel gengur að koma fyrirtækjum á legg á Íslandi eru fleiri frumkvöðlar á því að það verði hvorki auðveldara að stofna fyrirtæki né að reka fyrirtæki á Íslandi næstu þrjú ár en það hefur verið. Engu að síður hyggjast frumkvöðlar halda höfuðstöðvum sínum á Íslandi. Ísland þarf á nýjum fyrirtækjum að halda og áframhaldandi rekstri þeirra fyrirtækja sem fyrir eru til þess að vinna sig úr þeim hremmingum sem þjóðin er í núna. Ný fyrirtæki á Íslandi Þegar frumkvöðlarnir voru spurðir af hverju þeir stofnuðu fyrirtæki kemur í ljós að langflestir eða 80% nefna að þeir hafi gert það til þess að nýta eigin reynslu og kunnáttu. Íslenskir frumkvöðlar eru vel menntaðir þar sem 73% þeirra eru með háskólagráðu og þeir virðast jafnframt hafa ágæta reynslu þar sem 60% þeirra hafa stofnað fyr- irtæki áður. Í sjálfu sér kemur það ekki verulega á óvart en ástæðan fyrir því að langflestir hafa stofnað fyrirtæki á Íslandi er sú að eitthvað hefur togað þá út í það frekar en ýtt þeim, með öðrum orðum hefur það verið tækifærið frekar en neyðin sem hefur leitt frumkvöðla út í að stofna eigið fyrirtæki. Um 45% svara að jafnaði að það hafi verið þættir eins og „að uppfylla eigin draum“, „að verða sinn eigin herra“ og „til að skapa sitt eigið starf“ og 22% segjast hafa stofnað fyrirtæki „til að verða ríkur“. Þetta eru allt þættir sem toga fólk út í fyrirtækj- arekstur. Á hinn bóginn voru mjög fáir sem segjast hafa stofnað fyrirtæki „til að auka starfsöryggi sitt“ (4,5%), vegna atvinnuleysis (3,6%) eða vegna þess að þeir „fundu ekki starf sem var við sitt hæfi“ (0,9%). Þessar niðurstöður koma ekki á óvart í ljósi þess hagvaxtartímabils og þess litla atvinnuleysis sem hefur verið á Íslandi undanfarin ár. Þetta segir sögu fyrirtækjaumhverfisins fyrir efnahagshrunið. Nú er öldin önnur og atvinnuleysi hefur aukist til muna, starfsöryggi fólks er minna en áður og ólíklegra er að fólk, hvort sem það er hámenntað eða ekki, finni starf við sitt hæfi. Þess vegna er líklegt að það verði neyðin, þ.e.a.s. að fólki er ýtt út í að stofna fyrirtæki, verði meira áberandi sem ástæða þess að fólk stofni fyrirtæki en áður. Það má þó ekki gleyma því að þrátt fyrir að ýmislegt hafi togað fólk út í slíkt undanfarin ár er líklegt að það ástand sem ríkti í þjóðfélaginu, þar sem flestir gátu valið úr vel launuðum störfum, hafi frekar dregið úr fólki að stofna fyrirtæki en hvatt það til þess. Hagfræðingar tala um fórnarkostnað í þessu samhengi, sem þýðir að færri en ella eru tilbúnir að taka þá áhættu að fara út í eigin rekstur þegar þeir þurfa að fórna góðum launum, upp á von og óvon um að fá eitthvað út úr eigin fyrirtæki. Um leið og fólk missir vinnuna eða lækkar í launum minnkar þessi fórnarkostnaður og þar af leiðandi ætti fólk frekar en mikil gróska er í íslenskum sprotafyrirtækjum. langflest fyrirtæki sem svöruðu spurn- ingum vegna rannsóknar á sprotafyrirtækjum, eða 86% fyrirtækja, voru stofnuð á síðustu 13 árum. Um 94% hafa náð fyrstu sölu og 54% sprotafyrirtækja skila þegar hagnaði. texti: dr. eyþór ívar jónsson sprettur á íSlandI áhugaverðuStu SPrOtaFYrIrtÆkI íSlandS: aldursdreifing frumkvöðlamenntun frumkvöðla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.