Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 21

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 21
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 21 ella að vera tilbúið til að taka skrefið. Það gæti þess vegna hafa þróað með sér viðskiptahugmyndir á undanförnum árum þó að það hafi ekki tekið af skarið vegna þess fórnarkostnaðar sem það hefði orðið fyrir. Sumir sjá glasið hálffullt en aðrir hálftómt. Að öllum líkindum ætti það að verða erfiðara fyrir frumkvöðla að stofna fyrirtæki en áður og það er álitamál hversu góður kraftur neyðin er í uppbyggingu fyr- irtækja. Ágæt rök eru fyrir því að fyrirtæki sem eru stofnuð við slíkar aðstæður hafi minni líkur á að ná árangri þar sem metnaðurinn til þess að byggja upp stærra fyrirtæki víkur fyrir því að hafa í sig og á. Á móti kemur að þeir frumkvöðlar sem þegar hafa stofnað fyrirtæki hafa mikla menntun og reynslu sem getur hjálpað öðrum með svipaðan bak- grunn að feta sömu leið. Hitt er líka að skapast hefur ákveðin stemm- ing fyrir að byggja upp ný fyrirtæki á Íslandi þar sem frumkvöðlar eru tilbúnir að hjálpa hver öðrum. Það mun reynast gríðarlega mikilvægt. Árangursrík viðskiptahugmynd Að gera viðskiptaáætlun hefur jafnan verið mikilvægur áfangi í þró- unarsögu viðskiptahugmyndar. Flestir sem gera slíka áætlun gera það til þess að fá fjárfesta til liðs við sig (61%) samkvæmt könnun á meðal sprotafyrirtækja. Jafnframt kemur í ljós að um helmingur fyrirtækja gerir viðskiptaáætlun til að meta möguleika viðskiptahugmyndar eða skerpa stöðu og stefnu fyrirtækis. Þar af leiðandi er um helmingur sem notar viðskiptaáætlun sem hjálpartæki í uppbyggingu, til þess að skilja stöðu og stefnu fyrirtækisins. Um 84% fyrirtækja hafa gert viðskiptaáætlun en einungis 16% hafa ekki gert slíka áætlun. Mikil umræða hefur verið í fræðasamfélaginu varðandi mikilvægi við- skiptaáætlana á undanförnum árum, enda hefur enn ekki tekist að sýna fram á að þeir sem gera viðskiptaáætlun séu líklegri til þess að ná meiri árangri en þeir sem gera það ekki. Í sjálfu sér efast enginn um að það sé mikilvægt fyrir frumkvöðulinn að skoða fyrirtækið á gagnrýninn hátt. Hins vegar er ljóst að áherslan á viðskiptaáætlanir og oft lítið annað en viðskiptaáætlanir í stoðkerfi sprotafyrirtækja hefur skilað takmörkuðum árangri og oft á tíðum virðist áherslan vera meiri á að búa til viðskiptaáætlun en fyrirtæki. Einnig hefur tals- verð umræða átt sér stað um það hvenær nauðsynlegt sé að búa hana til og hvers konar áætlun. Ofuráhersla á að búa til viðskiptaáætlun stendur stundum í vegi fyrir því að fyrstu skrefin í að gera fyrirtæki að veruleika séu tekin. Þessi fyrstu skref geta gefið miklu betri upp- lýsingar um ágæti viðskiptahugmyndarinnar en einhverjar getgátur byggðar á takmörkuðum rannsóknum. Aðalmálið er hvort fyrirtæki verður til og nær árangri. Nokkrar spurningar voru þess eðlis að frumkvöðlar voru spurðir um eigið mat á árangri. Þetta eru rannsóknarspurningar sem hafa að miklu leyti sannað gildi sitt þar sem veruleg fylgni er á milli sjálfsmats og raun- talna í sams konar rannsóknum. Flestir eru tiltölulega ánægðir með þann árangur sem náðst hefur (á skalanum 1-7, þar sem 1 merkir að þeir eru mjög ósammála en 7 mjög sammála). Flestir frumkvöðlar virðast líta svo á að þeir séu að reka „leiðandi fyrirtæki á sínu sviði“ (6,3) og fyrirtæki sem er vel í stakk búið til að „grípa ný tækifæri sem skapast“ (6,0) Á hinn bóginn kemur fram að stjórnendur eru ekki jafnsannfærðir um að þeir hafi náð þeim „fjárhagslega ávinn- ingi“ (3,8) eða „markaðshlutdeild“ (4,0) sem stefnt var að á þessum tímapunkti. Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart þar sem landlægt virðist vera að frumkvöðlar vanmeti þann tíma sem það tekur að ná góðum árangri. Engu að síður eru frumkvöðlar nokkuð kokhraustir hvað varðar framtíðina þar sem þeir eru með „samkeppnisforskot“ (5,3) og fyrirtækið getur „aðlagað sig umhverfinu og bregst vel við ógnunum“ (5,4). Frumkvöðlar voru hins vegar ekki eins öruggir með sig þegar spurt var hvort fjárfestar myndu fá „tífalda ávöxtun á fimm árum“ ef þeir myndu fjárfesta í fyrirtækinu en þó var meirihluti svar- enda frekar sammála en ósammála (4,6 – þar sem 4 er hvorki sam- mála né ósammála). Frumkvöðullinn skapar árangur Ef eitthvað skín í gegn hvað varðar árangur er það að frumkvöðlar eru sjálfir á þeirri skoðun að eiginleikar frumkvöðulsins skipti mestu máli hvað varðar árangur fyrirtækja þeirra. En 42% svarenda sögðu eiginleika frumkvöðulsins öðru fremur hafa skapað árangur fyrirtæk- isins, 29% svöruðu að það væri varan og markaðurinn og 29% að það væri starfsmannahópurinn. Þetta kemur einnig fram í öðrum hluta könnunarinnar þar sem frumkvöðlar eru beðnir um að meta eigin árangur og jafnframt að meta mikilvægi sömu þátta. Þegar árangur og mikilvægi eru margfölduð saman kemur í ljós að hæsta gildið er mat frumkvöðla á hæfni sprotafyrirtækja mikilvægi og árangur stefnumótandi þátta í sprotafyrirtækjum Á skalanum 1-7, táknar 1 mjög ósammála og 7 mjög sammála.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.