Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 55

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 55
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 55 ná árangri í verkefnum og þannig hafa áhrif á frammistöðu hans og áframhaldandi og stöðugan vöxt. Verkfærin Það er ekki nóg að vita hvers vegna við ættum að beita markþjálfun, við þurfum líka að vita hvernig. Í bókinni setur höfundur fram nokkur verkfæri í því augnamiði. Þessi verkfæri eru einföld og í lok hvers kafla eru verkefni sem miða að því að ná færni í beitingu hvers verkfæris fyrir sig. Eitt þessara verkfæra er GROW-módelið sem er þekkt leið til að byggja upp samtöl við starfsmenn til að fá þá til að sjá möguleikana í ákveðnum aðstæðum eða vandamálum í stað þess að segja þeim hvað gera skal. Með því móti á starfsmaðurinn hugmyndina, er þar af leiðandi viljugri til að hefjast handa og fyllist aukinni trú á eigin getu. Með því að nota GROW-módelið hefur stjórnandinn einfalda og góða uppbygg- ingu að samtali við starfsmann sem getur á mjög stuttum tíma stuðlað að auknum vexti hans. Stjórnandinn sinnir þannig í senn verkefnum sem fyrir liggja en stuðlar um leið að vexti og lærdómi starfsmanns- ins sem eru jú eitt aðalhlutverk okkar sem stjórnenda. b æ k u r Leikkerfi markþjálfans Ferlið þegar starfsmanni er falið verkefni eða vandamál til lausnar getur verið eftirfarandi. Farið er í gegnum hvert skref fyrir sig í bókinni: Samhengi• Greina hæfni og vilja starfsmannsins.• Sammælast um nálgunina.• Byggja upp traust.• Hvatning.• Stöðug markþjálfun• Markþjálfunarsamtöl: GRoW-módelið. • Veita endurgjöf.• Hrósa. • Áhrifarík samantekt• Hvetja starfsmanninn til að íhuga • stöðuna. Sækjast eftir endurgjöf.• Sammælast um næstu skref.• Þess vegna markþjálfun Með því að þróa hæfni starfsmanna • þinna geta þeir tekist á við meira krefjandi verkefni. Þú getur því falið þeim fleiri verkefni og erfiðari, losað um tíma þinn og dreift verkefnum í ríkara mæli. Starfsumhverfið verður jákvæðara • og meira gefandi. Þú nýtur þess að vinna með hópi samstarfsaðila sem þrífast af samstarfinu við þig. Með markþjálfun nærðu auknum • árangri á styttri tíma. Þeir sem beita markþjálfun eru • stöðugt að bæta samskiptahæfni sína – ekki einasta gagnvart samstarfsmönnum heldur einnig gagnvart viðskiptavinum og jafnvel fjölskyldu og vinum. Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar að þessu sinni um bókina The Tao of Coaching.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.