Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 81

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 81
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 81 haustið er tíminn Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og fjölmiðlaupplýsinga. Ein af vörum fyrirtækisins eru markhópalistar sem byggja m.a. á þeim gögnum sem fyrirtækið býr yfir. upplýsingar sem tryggja hámarksárangur Að sögn Guðmundar Más Ketilssonar, sölustjóra á fyrirtækjasviði, felst sérstaða Creditinfo m.a. í þeim fjölda gagna- grunna sem upplýsingar eru sóttar í og þeirra upplýsinga sem Creditinfo býr yfir um íslensk fyrirtæki: „Á tímum sem þessum er mjög mikilvægt að fyrir- tæki eyði ekki tíma og fjármunum í að reyna að mynda viðskiptasamband við fyrirtæki sem er ekki með virka starfsemi eða er í mjög slæmri stöðu fjárhagslega. Með því að útbúa lista yfir virk fyrirtæki, sem eru í öruggum rekstri, tryggjum við að viðskiptavinir okkar séu með upplýsingar í höndunum sem tryggir þeim hámarks- árangur hverju sinni. Hafa ber í huga að þó að fjárhagsstaða margra íslenskra fyrirtækja hafi versnað eftir hrun bankanna þá eru líka til fyrirtæki sem eru vel stödd og litlar líkur eru á að lendi í vanskilum samkvæmt CIP áhættumati okkar. Þau fyrirtæki sem stunda beina markaðssetningu hafa um langt skeið keypt af okkur upplýsingar um bæði einstaklinga og fyrirtæki sem þau hyggjast vera í sambandi við. Þessar upplýsingar (markhópalistar) byggja oft- ast á grunnum Þjóðskrár og Fyrirtækjaskrár en stundum eru listar unnir í samstarfi við Umferðarstofu eða Fasteigna- skrá Íslands auk þess sem við notum okkar eigin gögn til að mæta mismunandi þörfum viðskiptavina okkar.“ Viðskiptamanna- og markaðsgreining „Creditinfo getur einnig framkvæmt svokallaða Viðskiptamanna- og markaðsgreiningu en þannig getum við greint núverandi viðskiptasafn fyrirtækja og þau notað upplýsingar við skipulagningu markaðsstarfs, metið árangur markaðsherferðar o.fl. Greiningin byggir á upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Afraksturinn er skýrsla sem m.a. sýnir hver markaðshlutdeild þeirra er innan ákveðinna atvinnugreina eða ákveðins hóps einstaklinga. Eftir fall bankanna hafa sum fyrirtæki þurft að taka viðskiptasöfn sín til endur- skoðunar og þar hafa upplýsingar okkar hjálpað mikið til. Guðmundur Már Ketilsson, sölustjóri á fyrirtækjasviði. Markhópalistar sem skila árangri Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjár- hags- og viðskipta- upplýsinga en auk þess býður fyrirtækið upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.