Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
M A T V Ö R U M A R K A Ð U R I N N
síðkastið. Hann er orðinn meðeigandi þeirra
í Húsasmiðjunni og einnig í síma- og fjölmið-
lafyrirtækinu Og Vodafone.
Það var Krónan sem hóf leikinn laugar-
daginn 26. febrúar og tilkynnti með yfir-
lýsingu í fjölmiðlum að
hún ætlaði að lækka
vöruverð um 20 til 25%
á helstu neysluvörum
og að hún myndi fram-
vegis stilla sér upp við
hliðina á Bónusi í verði.
Bónus hefur hins vegar
sagt neytendum í sextán
ár að Bónus byði best.
Það sé ímyndin á bak við
vörumerkið. Þess vegna
var þetta ekki flókið.
Átök voru óumflýjanleg.
Bónus hefur í sextán ár verið með læg-
sta verðið og hefur það vegið langþyngst
þar sem keðjan er stærst, með langmesta
veltu á matvörumarkaðnum. Þótt Kaskó
hafi undanfarin tvö ár verið nálægt Bónusi
í verði hefur það ekki vegið eins þungt þar
sem aðeins eru fjórar Kaskó-verslanir á öllu
landinu og allar fremur smáar. Nettó hefur
komið þar fyrir ofan í
verði og síðan Krónan.
Fyrstu tvær vikur
stríðsins fóru Kaskó og
Nettó í eltingarleik við
Bónus og Krónuna. Nettó
hægði þá á sér í leiknum
og veifaði „hvítu flaggi“
eins og einhver orðaði
það. Þær verðkann-
anir sem gerðar hafa
verið á stríðstímanum
eru umdeildar. Enda er
mesta vitið í könnunum
þar sem „einhverjir óþekktir könnuðir“
koma og fylla kerrurnar með nákvæmlega
sömu vörum í öllum verslunum og taka
strimilinn og bera síðan saman heildarupp-
hæðirnar.
Kannanir, sem birta sundurliðun á
vörum, eru alltaf viðkvæmari – svo ekki sé
nú talað um ef ekki er vandað til kannana
og nákvæmlega sömu vörur ekki bornar
saman. Eins og kílóaverð af oststykki á móti
niðursneiddum osti. Hálfdós á móti heildós
og svo framvegis.
Svo virðist sem Krónan hafi náð því mark-
miði sínu að komast upp að Bónusi og Kaskó
í verði. Stóra spurning er hins vegar hvort
henni takist að halda úti þeirri verðstefnu.
Takist það er það ótvírætt skrautfjöður fyrir
Sigurð Arnar Sigurðsson, forstjóra Kaup-
áss, en hann opnaði Elko á sínum tíma fyrir
Byko og síðar stórverslun Byko í Breiddinni.
Hann hefur því talsverða reynslu af svona
slag. Eins hafa þeir hjá Nettó sagt að í fram-
tíðinni verði Nettó við hliðina á Bónusi,
Kaskó og Krónunni – en ekki rétt fyrir ofan
þær í verði.
Frjáls verslun
metur það svo að
lágvöruverðsbúðirnar
nái til sín um 2ja til 3ja
milljarða veltu á árinu af
öðrum verslunum þegar
upp verður staðið. Það er
stóra afleiðing stríðsins
fyrir þennan markað.
MATVÖRUMARKAÐURINN ER 57 MILLJARÐAR
HAGAR
Bónus ................................. 17 milljarðar
Hagkaup ............................... 6 milljarðar
10-11 .................................... 4 milljarðar
KAUPÁS
Nóatún .................................. 7 milljarðar
Krónan .................................. 5 milljarðar
11-11 ................................... 2 milljarðar
SAMKAUP
Nettó .................................... 4 milljarðar
Samkaup
(Úrval og Strax) .................... 4 milljarðar
Kaskó .................................. 1 milljarður
FJARÐARKAUP
Fjarðarkaup…….. .. 2 milljarðar
AÐRIR
Europris, Kaupfélag Skagfirðinga og yfir
100 litlir kaupmenn í höfuðborginni og úti
á landi ................................ 5 milljarðar
Samtals: ............................ 57 milljarðar
HLUTUR LÁGVÖRUVERÐSVERSLANA
af öllum markaðnum er 48%. En hann
verður 50% nái þær varanlega auknum við-
skiptum upp á 2 til 3 milljarða.
FYRIR STRÍÐ
(Velta í milljörðum)
Bónus ................................. 17 milljarðar
Krónan ............................... 5 milljarðar
Nettó og Kaskó .................. 5 milljarðar
Samtals: ............................ 27 milljarðar
EFTIR STRÍÐ Fer í 29-30 milljarða.
HLUTUR LÁGVÖRUVERÐS-
VERSLANA EFTIR LÖNDUM
Ísland 50%
Noregur 45%
Þýskaland 38%
Frakkaland 16%
Bretland 6%
Danmörk 20%
Austurríki 22%
Flest önnur lönd Evrópu eru undir 10%,
eins og Spánn, Holland, Portúgal
og Grikkland.
VERÐBIL Á MILLI VERSLANA
Verðbilið á milli ódýrustu verslunarinnar,
Bónuss, og þeirra dýrustu, klukkubúð-
anna, hefur verið um 40 prósent. Stríðið
hófst með því að Krónan lækkaði sig
um 20 til 25 prósentustig til að fara
niður í verð Bónuss.
Frjáls verslun áætlar að veltan á matvörumarkaðnum sé um 57 milljarðar kr.
Við áætlum að skiptingin sé svona eftir verslunum: