Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 38

Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 M A T V Ö R U M A R K A Ð U R I N N síðkastið. Hann er orðinn meðeigandi þeirra í Húsasmiðjunni og einnig í síma- og fjölmið- lafyrirtækinu Og Vodafone. Það var Krónan sem hóf leikinn laugar- daginn 26. febrúar og tilkynnti með yfir- lýsingu í fjölmiðlum að hún ætlaði að lækka vöruverð um 20 til 25% á helstu neysluvörum og að hún myndi fram- vegis stilla sér upp við hliðina á Bónusi í verði. Bónus hefur hins vegar sagt neytendum í sextán ár að Bónus byði best. Það sé ímyndin á bak við vörumerkið. Þess vegna var þetta ekki flókið. Átök voru óumflýjanleg. Bónus hefur í sextán ár verið með læg- sta verðið og hefur það vegið langþyngst þar sem keðjan er stærst, með langmesta veltu á matvörumarkaðnum. Þótt Kaskó hafi undanfarin tvö ár verið nálægt Bónusi í verði hefur það ekki vegið eins þungt þar sem aðeins eru fjórar Kaskó-verslanir á öllu landinu og allar fremur smáar. Nettó hefur komið þar fyrir ofan í verði og síðan Krónan. Fyrstu tvær vikur stríðsins fóru Kaskó og Nettó í eltingarleik við Bónus og Krónuna. Nettó hægði þá á sér í leiknum og veifaði „hvítu flaggi“ eins og einhver orðaði það. Þær verðkann- anir sem gerðar hafa verið á stríðstímanum eru umdeildar. Enda er mesta vitið í könnunum þar sem „einhverjir óþekktir könnuðir“ koma og fylla kerrurnar með nákvæmlega sömu vörum í öllum verslunum og taka strimilinn og bera síðan saman heildarupp- hæðirnar. Kannanir, sem birta sundurliðun á vörum, eru alltaf viðkvæmari – svo ekki sé nú talað um ef ekki er vandað til kannana og nákvæmlega sömu vörur ekki bornar saman. Eins og kílóaverð af oststykki á móti niðursneiddum osti. Hálfdós á móti heildós og svo framvegis. Svo virðist sem Krónan hafi náð því mark- miði sínu að komast upp að Bónusi og Kaskó í verði. Stóra spurning er hins vegar hvort henni takist að halda úti þeirri verðstefnu. Takist það er það ótvírætt skrautfjöður fyrir Sigurð Arnar Sigurðsson, forstjóra Kaup- áss, en hann opnaði Elko á sínum tíma fyrir Byko og síðar stórverslun Byko í Breiddinni. Hann hefur því talsverða reynslu af svona slag. Eins hafa þeir hjá Nettó sagt að í fram- tíðinni verði Nettó við hliðina á Bónusi, Kaskó og Krónunni – en ekki rétt fyrir ofan þær í verði. Frjáls verslun metur það svo að lágvöruverðsbúðirnar nái til sín um 2ja til 3ja milljarða veltu á árinu af öðrum verslunum þegar upp verður staðið. Það er stóra afleiðing stríðsins fyrir þennan markað. MATVÖRUMARKAÐURINN ER 57 MILLJARÐAR HAGAR Bónus ................................. 17 milljarðar Hagkaup ............................... 6 milljarðar 10-11 .................................... 4 milljarðar KAUPÁS Nóatún .................................. 7 milljarðar Krónan .................................. 5 milljarðar 11-11 ................................... 2 milljarðar SAMKAUP Nettó .................................... 4 milljarðar Samkaup (Úrval og Strax) .................... 4 milljarðar Kaskó .................................. 1 milljarður FJARÐARKAUP Fjarðarkaup…….. .. 2 milljarðar AÐRIR Europris, Kaupfélag Skagfirðinga og yfir 100 litlir kaupmenn í höfuðborginni og úti á landi ................................ 5 milljarðar Samtals: ............................ 57 milljarðar HLUTUR LÁGVÖRUVERÐSVERSLANA af öllum markaðnum er 48%. En hann verður 50% nái þær varanlega auknum við- skiptum upp á 2 til 3 milljarða. FYRIR STRÍÐ (Velta í milljörðum) Bónus ................................. 17 milljarðar Krónan ............................... 5 milljarðar Nettó og Kaskó .................. 5 milljarðar Samtals: ............................ 27 milljarðar EFTIR STRÍÐ Fer í 29-30 milljarða. HLUTUR LÁGVÖRUVERÐS- VERSLANA EFTIR LÖNDUM Ísland 50% Noregur 45% Þýskaland 38% Frakkaland 16% Bretland 6% Danmörk 20% Austurríki 22% Flest önnur lönd Evrópu eru undir 10%, eins og Spánn, Holland, Portúgal og Grikkland. VERÐBIL Á MILLI VERSLANA Verðbilið á milli ódýrustu verslunarinnar, Bónuss, og þeirra dýrustu, klukkubúð- anna, hefur verið um 40 prósent. Stríðið hófst með því að Krónan lækkaði sig um 20 til 25 prósentustig til að fara niður í verð Bónuss. Frjáls verslun áætlar að veltan á matvörumarkaðnum sé um 57 milljarðar kr. Við áætlum að skiptingin sé svona eftir verslunum:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.