Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 71
„Aðkoma íslensku fjárfestanna í Avion
Group hefur tvímælalaust styrkt okkur,“
segir Steven og bendir á að innan samstæð-
unnar séu alls 67 flugvélar í rekstri. Í dag sé
Excel Airways með 10 til 25 vélar í útgerð,
en hafi jafnframt aðgang að flota Avion
Group sem styrki baklandið.
Útrás og alþjóðleg velgengni Starfsemi
Excel Airways byggist meðal annars á því
að settar eru upp ferðir á ákveðnum leiðum
og seld sæti til ferðaskrifstofa og -heildsala.
Auk þess er félagið sjálft að auka sína eigin
markaðssókn, því að í ríkari mæli skipu-
leggur fólk og kaupir sínar ferðir á Netinu.
Því hefur félagið eflt þjónustu sína á vef-
setrinu www.xl.com sem hefur gefist vel.
Við opnun höfuðstöðva Excel Airvays
gerði forseti Íslands að umtalsefni aðkomu
sína að Atlanta þegar félagið var að slíta
barnsskónum. Þetta var 1990 og Ólafur
Ragnar á þeim tíma fjármálaráðherra.
Óhræddur seldi Ólafur Arngrími Jóhanns-
syni og Þóru Guðmundsdóttur þjóðarþot-
una svonefndu; þotu Arnarflugs sem ríkið
tók í pant vegna skulda. Þotan góða varð
upphafið að veldi Atlanta – sem nú heitir
Avion Group.
„Með viðbótinni, sem felst í Excel Air-
ways, hefur grunnurinn verið lagður fyrir
enn frekari landvinninga og eftirtektarverða
útrás í þessari óvenjulegu sögu alþjóðlegrar
velgengni,“ sagði forseti Íslands við þetta
tilefni.
F L U G G A R P A R Í S L A N D S
Steven Tomlison,
framkvæmdastjóri
Excel Airways, á að baki
áratuga feril í fluginu.
„Aðkoma íslensku fjár-
festanna hefur styrkt
okkur.“
Afhjúpun. Magnús
Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Avion Group,
og Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti
Íslands, afhjúpa hér
áletraðan platta á Excel-
byggingunni; tákn form-
legrar opnunar hússins.
Forsetahjónin voru áhugasöm
þegar þau skoðuðu starfsemi
Excel Airways undir leiðsögn
stjórnenda fyrirtækisins.