Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 106

Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 Þ að hefur samt aldrei verið neitt öruggt í kvikmyndabransanum hvað varðar aðsókn og verður ekki í ár. Hverjum hefði dottið í hug fyrir- fram að The Passion of The Christ, myndi ná inn 370 milljónum doll- ara í Bandaríkjunum einum og verða jafnvinsæl og Spider Man 2. Ekkert stóru kvikmyndafyrir- tækjanna vildi s n e r t a á mynd Mel Gibsons, sem varð til þess að hann fjár- magnaði hana að mestu sjálfur og er orðinn milljarðamæringur fyrir vikið. Þessi mikla aðsókn varð að sjálfsögðu á kostnað mynda sem „áttu“ að fá mikla aðsókn. Á þessu ári eru væntin- garnar í draumasmiðjunni í Holly- wood miklar og hér fer á eftir listi yfir tíu rándýrar kvikmyndir sem samkvæmt spám og vænt- ingum eiga að ná mikilli aðsókn og verða að gera það eigi endar að ná saman. Star Wars: Episode III - Revenge of the Sith: Sjötta og síðasta Stjörnu- stríðsmyndin. Þær verða ekki fleiri, segir George Lucas og ætlar að snúa sér að gæluverk- efnum og taka áhættu. Segist vel hafa efni á því. Ekkert getur komið í veg fyrir að myndin fái mikla aðsókn. Það hefur ekki brugðist með hinar fimm. Heildaraðgangseyrir í heiminum af fimmtu mynd- inni, Episode II - Attack of the Clones, varð $649.000.000. Fyrir þá fjölmörgu sem hafa haft gaman af Stjörnustríðsævintýr- inu verður mest spennandi að fylgjast með því í lok myndar- innar þegar Anakin geimgengill verður að Svarthöfða. Frum- sýnd 19. maí. War of the Worlds: Nýjasta kvikmynd Steven Spielbergs er gerð eftir klassískri vísinda- skáldsögu H.G. Wells. Eins og kunnugt er gerði Orson Welles frægt útvarpsleikrit eftir sögunni á fyrri hluta síðustu aldar, sem þótti svo raunverulegt að margir trúðu því að hafin væri innrás á jörðina utan úr geimnum. War of the Worlds skartar Tom Cruise í aðalhlutverki. Ekkert hefur verið sparað við gerð myndarinnar og að sögn eru tæknibrellur með þeim allra bestu sem sést hafa. Frumsýnd 29. júní. Kingdom of Heaven: Ævintýra- mynd sem gerist á þrettándu öld og fjallar um járnsmið sem gerist riddari og hjálpar til við að verja Jerúsalem. Eins og vera ber í ævintýrum er myndin um baráttu góðs og ills og koma við sögu prinsar og prinsessur. Leikstjóri er Ridley Scott og með helstu hlutverk fara Orlando Bloom, Liam Neeson, Jeremy Irons og Edward Norton. Frum- sýnd 6. maí. Batman Begins: Þrátt fyrir að Batmanmyndirnar hafi verið misjafnar að gæðum hafa þær allar fengið ágæta aðsókn. Batman Begins er fimmta myndin um Batman og nú er farið til upphafsins og skýring fæst á því af hverju Bruce Wayne varð Batman. Christian Bale leikur Batman og fetar þar með í fótspor Michael Keatons, Val Kilmers og George Clooney. Aðrir leikarar eru Michael Caine, Liam Neeson, Gary Oldman, Morgan Freeman, Katie Holmes og Rutger Hauer. Leikstjóri er Christopher Nolan (Memento, Insomnia). Frum- sýnd 17. júní. The Island: Michael Bay hefur leikstýrt nokkrum innihalds- lausum og dýrum kvikmyndum. Varla fara Pearl Harbour og Armageddon í sögubækur sem góðar kvikmyndir þó aðsókn hafi verið góð. Honum er samt ekki alls varnað og er The Rock, dæmi um hvað hann getur. The Island er vísindaskáldsaga sem gerist á næstu öld. Farið er að klóna mannaverur til að byggja upp forðabúr af eftirsóttum líkamshlutum. Með aðalhlut- verkin fara Ewan McGregor og Scarlett Johansson. Frumsýnd 22. júlí. Harry Potter and the Goblet of Fire: Harry Potter hefur ekki klikkað enn sem komið er og ekki er hægt að búast við öðru en að fjórða KAUPIN Á EYRINNI Í HOLLYWOOD Stóru kvikmyndafyrirtækin í Hollywood þrífast á stórum og dýrum kvik- myndum. Ef allar þær myndir, sem gerðar eru út á að fá mikla aðsókn á komandi sumri og hausti, falla ekki í kramið hjá hinum almenna áhorfanda þá hriktir í iðnaðinum. Allt er sett undir í dýrar og íburðarmiklar kvikmyndir. KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON Batman Begins: Christian Bale leikur Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Batmans þegar berjast þarf við hin illu öfl í Gotham City.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.