Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
ÚR EINU Í ANNAÐ
„Dökk jakkaföt eru ráðandi
og ég vil líka nefna teinótt
jakkaföt,“ segir Anna F.
Gunnarsdóttir, hjá Önnu og
útlitinu, þegar hún er spurð um
hvað sé í tísku hjá körlum í við-
skiptalífinu. „Það er toppurinn
í Bretlandi að vera í teinóttum
jakkafötum og íslenskir karl-
menn eru farnir að tileinka sér
breska ímynd.“
Þá segir Anna að buxur séu
þrengri en áður. Hún bendir á
að ekki sé sniðugt að jakkar séu
með tveimur hnöppum þegar
viðkomandi er kominn með
ístru. Þegar svo er er betra að
vera í jökkum með þremur eða
fjórum hnöppum.
„Eina nýjungin – burtséð
frá teinóttum jakkafötum - eru
röndóttar skyrtur. Í Bretlandi er
vinsælt að kraginn sé hvítur en
að afgangurinn af skyrtunni sé
röndóttur. Rendurnar eru grófar
og í sterkum litum.“
Hún segir að vinsælt sé að
vera með röndótt bindi – með
skárendum. Hún nefnir að
bindis hnútar séu stórir eða svo-
kallaður „tvöfaldur windsor“.
„Í dag er umfram allt
að nota sér alla þá sterku
og skemmtilegu liti sem
eru í tísku í skyrtum
og bindum. Passa þarf
þó upp á að setja ekki
saman tvö mynstur,
s.s. teinótt jakkaföt,
röndótta skyrtu
og röndótt
bindi.“
Litir skipta
máli þegar
kemur að vinnufötum. „Brúnt
táknar skoðanaleysi, blátt
táknar heiðarleika, grátt táknar
stöðugleika og svart táknar
klassík. Svört jakkaföt benda
til að viðkomandi taki enga
áhættu.“
Hálf öld er liðin síðan danski
arkitektinn Arne Jacobsen
hannaði stólinn „sjöuna“
Hönnun:
SJÖAN FIMMTUG!
Hálf öld er liðin síðan danski arki-
tektinn Arne Jacobsen hannaði stól-
inn „sjöuna“ sem er vinsæll á heim-
ilum landsmanna í dag – enda um
sígilda hönnun að ræða. Jacobsen
hannaði ekki eingöngu húsgögn
heldur hús, verksmiðjuhús, vegg-
lampa, hann var textílhönnuður.
Á meðal stóla sem hann hannaði
má nefna „maurinn“, „eggið“ og
„svaninn“. Þetta eru skemmti-
leg nöfn á stólum. Minna svolítið
á ævintýri. Það má líka segja að
hönnunin sé ævintýri líkust.
Hjá Ksenia Ólafsson í EPAL, þar
sem „sjöan“ fæst, fengust þær upp-
lýsingar að stólana, sem eru spón-
lagðir og með stálfætur, sé hægt að
fá í ýmsum litum auk þess sem þeir
fást úr hlyni, beyki, aski, kirsuberja-
við og hnotu. Þeir sem eru hrifnir
af mikilli litadýrð geta keypt stóla í
mismunandi litum.
„Dökk jakkaföt eru ráðandi og ég
vil líka nefna teinótt jakkaföt.“
Tískan fyrir karla:
TEINÓTT JAKKAFÖT
Þa› eru breyttir tímar. Allt var›
vitlaust í byrjun ársins 1980
þegar Skúli Jóhannesson og Erla
Vilhjálmsdóttir í Tékk-kristal tóku
upp á því a› selja blóm og kristal
á sunndegi og keppa þannig vi›
blóma verslanir sem máttu hafa
opi› á sunnu dögum og seldu ekki
bara blóm, heldur gjafavörur líka.
Á þessum tíma var opnunartími
verslana há›ur leyfum borgarrá›s.
Skúli vildi fá úr því skori› hvort
versla nir í höfu›borginni ættu
a› sitja vi› sama bor› var›andi
opnunar tíma, e›a hvort mismuna
ætti mönnum eftir því hvort þeir
seldu blóm líka.
Frjáls verslun
fyrir 25 árum