Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 113

Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 113
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 113 FÓLK I ngunn Björk Vilhjálmsdóttir var nýverið ráðin starfsmannastjóri Eimskips og veitir starfsmannasviði forstöðu, en það svið ber ábyrgð á starfsmanna-, fræðslu og launamálum hjá Eimskip, auk skrifstofu- reksturs. „Hlutverk Eimskips er að reka hagkvæma alhliða vöruflutningaþjónustu, sem sniðin er að þörfum viðskiptavina, einkum á heima- markaði félagsins, Norður-Atlantshafi. Eim- skip er markaðssinnað fyrirtæki sem byggir starf sitt á opnum samskiptum, upplýsinga- miðlun og metnaði,“ segir Ingunn. „Í júlí 2004 voru gerðar breytingar á skipu- lagi Eimskips. Markmiðin með breyting- unum voru meðal annars að samþætta betur framleiðslukerfi samstæðunnar hér heima og erlendis til að efla þjónustuframboð, bæta þjónustuna við viðskiptavini og auka hag- kvæmni. Ég hóf störf hjá Eimskip 1998. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkur tími. Eimskip hefur ávallt lagt mikla áherslu á fræðslu og starfs- þróun. Til þess að fyrirtæki geti áfram vaxið og haldið forystu sinni í síbreytilegu umhverfi er mikilvægt að starfsmenn fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni. Örar breytingar munu einkenna allan rekstur í framtíðinni og því er mikilvægt að halda fókus í starfsmannamálum. Við gáfum nýlega út fræðsludagskrá þar sem við leggjum áherslu á þrjá hluti: frumkvæði, þekkingu og þjónustu. Síðustu mánuðir hafa verið mjög krefjandi. Við höfum fækkað um 160 stöðugildi og erum að innleiða nýtt upp- lýsingakerfi. Á tímum breytinga skiptir miklu máli að hlúa vel að starfsfólki. Framtíðarsýn Eim- skips er að vaxa á arð- saman hátt og vera leiðandi flutningafyrir- tæki á Norður-Atlants- hafi. Við höfum sett af stað fjölmörg verkefni sem stuðla að umtals- verðum breytingum. Ég lít björtum augum á framtíðina, fyrirtækið hefur aldrei verið jafn spennandi, fullt af tækifærum, bæði heima og erlendis. Það er mikill drifkraftur í hópnum og það smitar út frá sér.“ Árið 1991 fór Ingunn Björk til Chile sem skiptinemi frá námi sínu í Fjölbraut í Breið- holti. „Fjölskyldan sem ég bjó hjá var alveg einstök, faðir minn var yfirhershöfðingi yfir sjóhernum í Norður-Chile og held ég enn miklu sambandi við þau. Eftir stúdentinn lá leiðin í HÍ og lokarit- gerðin mín þaðan fjallaði um starfsánægju. Árið 1998 gaf ég út bók um starfsánægju ásamt Jóhönnu Kristínu Gústavsdóttur. Ég er að ljúka MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík. Námið hefur hjálpað mér að taka við nýju starfi sem starfsmanna- og fræðslu- stjóri á mestu umbreytingartímum í sögu Eimskipafélagsins. Þetta ár hefur verið krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Dag- skráin hefur verið ansi þétt hjá mér síð- ustu mánuði og tekur stundum á að sam- þætta vinnu, skóla og einkalíf. En ég tel að námið hafi hjálpað mér líka að slaka aðeins á þó undarlega megi virðast. Námið hjálpar manni að sjá heildar- myndina, forgangsraða og tapa sér ekki í smáatriðum.“ Fjölskylda Ingunnar Bjarkar á jörð í Laug- ardalnum þar sem þau eyðum miklum tíma saman. „Á sumrin finnst mér frábært að geta farið beint úr vinnunni austur í bústað. Fjölskyldan og vinir er aðaláhugamál mitt, við ferðumst mikið en hluti af fjölskyldunni býr í Bandaríkjunum og Danmörku. Mér finnst frábært að fara í langar hestaferðir um hálendi Íslands, þar upplifir maður nátt- úru landsins á allt annan hátt,“ segir Ingunn Björk. Nafn: Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Fædd: Í júlí 1973. Á ættir að rekja til Suðurlands en alin upp í Neðra-Breiðholti. Menntun: Stúdent frá FB. BA í félags- og atvinnufélagsfræði frá Háskóla Íslands Lokaritgerð: Starfsánægja. Er að ljúka MBA-námi frá HÍ Fjölskylduhagir: Gift Ólafi Erni Guðmundssyni flugmanni hjá Flug- leiðum. Dóttir þeirra, Bryndís Ólafsdóttir, er 2½ árs. „Námið hefur hjálpað mér að taka við nýju starfi sem starfsmanna- og fræðslustjóri á mestu umbreytingartímum í sögu Eimskipafélagsins.“ Vilhjálmsdóttir starfsmannastjóri hjá Eimskip TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Ingunn Björk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.