Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 113
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 113
FÓLK
I
ngunn Björk Vilhjálmsdóttir var nýverið
ráðin starfsmannastjóri Eimskips og
veitir starfsmannasviði forstöðu, en það
svið ber ábyrgð á starfsmanna-, fræðslu
og launamálum hjá Eimskip, auk skrifstofu-
reksturs.
„Hlutverk Eimskips er að reka hagkvæma
alhliða vöruflutningaþjónustu, sem sniðin er
að þörfum viðskiptavina, einkum á heima-
markaði félagsins, Norður-Atlantshafi. Eim-
skip er markaðssinnað fyrirtæki sem byggir
starf sitt á opnum samskiptum, upplýsinga-
miðlun og metnaði,“ segir Ingunn.
„Í júlí 2004 voru gerðar breytingar á skipu-
lagi Eimskips. Markmiðin með breyting-
unum voru meðal annars að samþætta betur
framleiðslukerfi samstæðunnar hér heima
og erlendis til að efla þjónustuframboð, bæta
þjónustuna við viðskiptavini og auka hag-
kvæmni.
Ég hóf störf hjá Eimskip 1998. Þetta hefur
verið mjög lærdómsríkur tími. Eimskip hefur
ávallt lagt mikla áherslu á fræðslu og starfs-
þróun. Til þess að fyrirtæki geti áfram vaxið
og haldið forystu sinni í síbreytilegu umhverfi
er mikilvægt að starfsmenn fái tækifæri til að
auka við þekkingu sína og færni.
Örar breytingar munu einkenna allan
rekstur í framtíðinni og því er mikilvægt
að halda fókus í starfsmannamálum. Við
gáfum nýlega út fræðsludagskrá þar sem
við leggjum áherslu á þrjá hluti: frumkvæði,
þekkingu og þjónustu. Síðustu mánuðir hafa
verið mjög krefjandi. Við höfum fækkað um
160 stöðugildi og erum að innleiða nýtt upp-
lýsingakerfi. Á tímum breytinga skiptir miklu
máli að hlúa vel að starfsfólki.
Framtíðarsýn Eim-
skips er að vaxa á arð-
saman hátt og vera
leiðandi flutningafyrir-
tæki á Norður-Atlants-
hafi. Við höfum sett af
stað fjölmörg verkefni
sem stuðla að umtals-
verðum breytingum.
Ég lít björtum augum á
framtíðina, fyrirtækið
hefur aldrei verið
jafn spennandi, fullt
af tækifærum, bæði
heima og erlendis.
Það er mikill drifkraftur í hópnum og það
smitar út frá sér.“
Árið 1991 fór Ingunn Björk til Chile sem
skiptinemi frá námi sínu í Fjölbraut í Breið-
holti. „Fjölskyldan sem ég bjó hjá var alveg
einstök, faðir minn var yfirhershöfðingi yfir
sjóhernum í Norður-Chile og held ég enn
miklu sambandi við þau.
Eftir stúdentinn lá leiðin í HÍ og lokarit-
gerðin mín þaðan fjallaði um starfsánægju.
Árið 1998 gaf ég út bók um starfsánægju
ásamt Jóhönnu Kristínu Gústavsdóttur. Ég
er að ljúka MBA-námi frá Háskólanum í
Reykjavík. Námið hefur hjálpað mér að taka
við nýju starfi sem starfsmanna- og fræðslu-
stjóri á mestu umbreytingartímum í sögu
Eimskipafélagsins.
Þetta ár hefur verið
krefjandi, fjölbreytt
og skemmtilegt. Dag-
skráin hefur verið
ansi þétt hjá mér síð-
ustu mánuði og tekur
stundum á að sam-
þætta vinnu, skóla og
einkalíf. En ég tel að
námið hafi hjálpað mér
líka að slaka aðeins
á þó undarlega megi
virðast. Námið hjálpar
manni að sjá heildar-
myndina, forgangsraða
og tapa sér ekki í smáatriðum.“
Fjölskylda Ingunnar Bjarkar á jörð í Laug-
ardalnum þar sem þau eyðum miklum tíma
saman. „Á sumrin finnst mér frábært að
geta farið beint úr vinnunni austur í bústað.
Fjölskyldan og vinir er aðaláhugamál mitt,
við ferðumst mikið en hluti af fjölskyldunni
býr í Bandaríkjunum og Danmörku. Mér
finnst frábært að fara í langar hestaferðir
um hálendi Íslands, þar upplifir maður nátt-
úru landsins á allt annan hátt,“ segir Ingunn
Björk.
Nafn: Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir
Fædd: Í júlí 1973.
Á ættir að rekja til Suðurlands
en alin upp í Neðra-Breiðholti.
Menntun: Stúdent frá FB.
BA í félags- og atvinnufélagsfræði
frá Háskóla Íslands
Lokaritgerð: Starfsánægja.
Er að ljúka MBA-námi frá HÍ
Fjölskylduhagir: Gift Ólafi Erni
Guðmundssyni flugmanni hjá Flug-
leiðum. Dóttir þeirra,
Bryndís Ólafsdóttir, er 2½ árs.
„Námið hefur hjálpað mér
að taka við nýju starfi
sem starfsmanna- og
fræðslustjóri á mestu
umbreytingartímum í sögu
Eimskipafélagsins.“
Vilhjálmsdóttir
starfsmannastjóri hjá Eimskip
TEXTI: ÍSAK ÖRN SIGURÐSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
Ingunn Björk