Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2002, Side 4

Ægir - 01.07.2002, Side 4
2 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Ísfell - Netasalan Fiskislóð14 121 Reykjavík Sími: 5200 500 Fax: 5200 501 Netfang: isfell@isfell.is Daníel Þórarinsson markaðsstjóri og sölumennirnir Jón V. Óskarsson og Magnús Eyjólfsson. Ísfell-Netasalan býður fjölþætta þjónustu á sviði rekstrarvara og veiðarfæra í öllum greinum fisk- veiða. Lögð er áhersla á að bjóða einungis gæðavöru á góðu verði. Einnig er boðið upp á ýmiss konar sérþjónustu fyrir sjávarútveginn svo sem fullkomið víraverkstæði, rock- hopperþjónustu, netafellingu og línuuppsetningu. Fyrirtækið býður einnig allan vinnufatnað og ýmis konar dekkbúnað. Reynt starfsfólk fyrirtækisins gefur góð ráð varðandi allar gerðir veiðarfæra. Fjöldi nýjunga kynntar Fjöldi nýrra vöruflokka verður kynntur á sjávarútvegssýningunni. Meðal þess sem hæst ber má nefna: Dyform Starf- ish togvír frá Bridon Fishing Ltd. Vírinn hefur þegar verið reyndur um borð í nokkrum íslenskum togurum og sannað þar ágæti sitt. Ný köntuð keðja verður kynnt frá Parson Chain Company. Þessi keðja er endingarbetri en fyrri keðjur. Fyrirtækið kynnir nýtt trollnet, Euronet Premium Plus, frá hinum heimsþekkta netaframleiðanda Euronet og nýjan þriggja raufa toghlera frá franska hlera- framleiðandanum Morgeré. Þá verður sýnd ný aðferð við að splæsa augu á snurrvoðamanillu. Ný þorskanet frá Nichimen-Thai Nylon verða kynnt í fyrsta sinn og nýr sigurnaglahólkur á línu frá Dyrkorn í Noregi. Þá kynnir fyrirtækið nýtt netaspil frá Rapp Hydema Syd eins og sett var um borð í Tjald SH 270 fyrr í sumar. Breitt þjónustusvið Starfsmenn Ísfells-Netasölunnar leggja sig fram við að veita skjóta og góða þjónustu. Stór lager og góð samskipti við birgja eru lykilatriði í þessu sambandi. Fyrirtækið hefur á lager yfir 5000 vöru- númer í 3000 m2 verslunar og lagerhús- næði auk 2000 m2 útisvæðis. Boðið er upp á ýmis konar sérþjónustu fyrir sjáv- arútveginn, fyrirtækið rekur fullkomið víra- verkstæði og rockhopperþjónustu, neta- fellingu, netaafskurð, línuuppsetningu, baujusmíði og margt fleira. Leiðbeiningabæklingur um meðhöndlun á tog- og snurpuvír Ísfell-Netasalan gefur út um þessar mundir bækling á íslensku um hvernig meðhöndla skuli tog- og snurpivír. Er þar meðal annars að finna leiðbeiningar um hvernig vír skuli tekinn inn á spil um borð í togara og fjölþættur fróðleikur um hinar ýmsu gerðir víra. Slíkur bæklingur hefur ekki áður verið til á íslensku í fyrirtækinu og kemur án efa í góðar þarfir. Gott samstarf við virta byrgja Ísfell-Netasalan leggur áherslu á gott samstarf við heimsþekkta útgerðarvöru- framleiðendur, sem sannað hafa ágæti sitt. Með þessum hætti reynir fyrirtækið að mæta kröfum okkar fengsælu ís- lensku sjómanna. Helstu birgjar fyrirtæk- isins eru: Bridon Fishing Ltd, sem framleiðir Dy- form togvírinn, sem áður er getið, Par- sons Chain Company Ltd, sem framleiðir Trawlex keðjur og lása, Euronete, sem framleiðir m.a. Euronete Premium Plus trollnetið, Morgére, sem er einn stærsti og virtasti toghleraframleiðandi í heimi, Quintas & Quintas, sem framleiðir m.a. dragnótamanilluna vinsælu, sem Ísfell- Netasalan selur. Rapp Hydema Syd framleiðir mjög góða netaniðurleggjara og netaspil. Þorska- og grásleppunet eru framleidd af Thai Nylon og King Chou, sem bæði eru meðal virtustu netafram- leiðenda í heimi. Línur eru boðnar frá Dyrkorn í Noregi og krókar frá Mustad. Fyrirtækið vinnur einnig náið með ýmsum innlendum birgjum svo sem Hampiðj- unni, Sæplasti og 66°N. Eins og sjá má er óhætt að fullyrða að Ísfell-Netasalan býður rekstrarvörur og veiðarfæri í öllum greinum fiskveiða í hæsta gæðaflokki. Gæðavara á góðu verði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.