Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2002, Page 24

Ægir - 01.07.2002, Page 24
22 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Vélaland ehf. Vagnhöfða 21 Sími:577 4500 Fax: 567 2806 Veffang: www.velaland.is Hjalti Ö. Sigfússon, deildarstjóri skipadeildar Vélalands ehf. Gæðamálin ofarlega á baugi Fyrir u.þ.b. ári síðan sameinuðust fyrirtækin MD Vélar hf. og Vélaland ehf. undir nafni Vélalands. Í fram- haldi af því var fyrirtækinu deilda- skipt og stofnuð skipadeild. Stærsti þáttur deildarinnar er umboð fyrir Mitsubishi skipa- og bátavélar ásamt öllum tilheyrandi búnaði. „Fastir starfsmenn skipadeildarinnar eru fimm en heildarstarfsmannafjöldi Véla- lands eru tuttugu og sex og færa menn sig á milli deilda eftir því sem þurfa þykir,“ segir Hjalti Ö. Sigfússon, deildarstjóri skipadeildar. „Við erum með sérhæfða viðgerðaþjónustu fyrir allflestar gerðir dísilvéla og byggjum á gömlum grunni, en Vélaland hét áður Þ. Jónsson, en það fyrirtæki var stofnað 1949 og erum við því í raun elsta vélaverkstæði landsins,“ segir Hjalti. Einnig býður Vélaland upp á viðgerðir á öllum afgastúrbínum þ.e. bæði á tækj- um til landnotkunar og til sjávar. Um síð- ustu áramót tók Vélaland við þjónustunni fyrir Bosch-Diesel á Íslandi af Bræðrun- um-Ormsson og er Vélaland eina fyrir- tækið sem Bosch viðurkennir sem þjón- ustuaðila á Íslandi fyrir dísilstillingar. Starfsmenn, sem þjálfaðir eru hjá Bosch, starfa hjá fyrirtækinu við dísilstillingar og á rafmagnsverkstæði. Sjávarútvegurinn skipar stóran sess í starfsemi Vélalands og er þjónustan við hann um helmingur af veltu fyrirtækisins. „Til dæmis eru Mitsubishi vélar frá okkur í bátunum sem Ósey hefur verið að smíða,“ segir Hjalti. „Einnig seljum við ljósavélar, allt frá 5 kw upp í 2000 kw en til gamans má geta þess að stærsta ljósavél flotans, sem er í Örvari, er frá okkur komin. Þjónustan við viðskiptavini okkar er ekki síður mikilvæg . Allar við- gerðir, framkvæmdar af Vélalandi, eru unnar af fagmönnum sem notast við bestu tækni sem völ er á í dag. Við leggj- um mikið upp úr því að veita sem besta þjónustu og er okkar aðalmarkmið að skila vönduðum viðgerðum. Til að mynda er von á sérfræðingi frá Bosch-Diesel til okkar sem mun þjálfa starfsmenn okkar enn frekar í sambandi við allt sem við- kemur þeirra vörum. Það er aldrei hægt að slaka á og alltaf er hægt að læra meira,“ segir Hjalti. Á sýningunni mun Vélaland leggja að- aláherslu á Mitsubishi vélarnar ásamt því að kynna Bosch þjónustuna. „Ég hvet fólk til að koma og kynna sér starfsemi okkar á sjávarútvegssýningunni,“ segir Hjalti Ö. Sigfússon að lokum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.