Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2002, Page 52

Ægir - 01.07.2002, Page 52
50 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Tempra hf. Umbúðaframleiðsla Kaplahrauni 2-4 220 Hafnarfjörður Sími: 520 5400 Fax: 565 1260 Veffang: www.tempra.is Páll Sigvaldason, framkvæmdastjóri umbúðadeildar Tempru í hópi samstarfsmanna. Tempra hf. er 2 ára fyrirtæki en með yfir 60 ára reynslu af framleiðslu úr EPS, (Expandable Polystyrene), eða einangrunarplasti. Tempra varð til við sameiningu Stjörnusteins og Húsaplasts. Stjörnusteinn hafði verið starfræktur um 14 ára skeið í Hafn- arfirði og var leiðandi í framleiðslu EPS umbúða fyrir ferskar afurðir. Að sama skapi var Húsaplast fremst í flokki í framleiðslu húseinanagrunar úr sama hráefni en með starfsemi í Kópavogi. Í dag er Tempra hf. stærsti framleiðandi umbúða og ein- angrunar úr EPS á Íslandi og er með starfsemi á tveimur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu, húseinangrun að Dalvegi 24, Kópavogi og umbúða- framleiðslu að Kaplahrauni 2-4, Hafnarfirði. Hjá umbúðadeild fyrir- tækins starfa að jafnaði um 10 manns en heildarstarfsmannafjöldi fyrirtækisins er um 20. „Viðskiptavinir umbúðadeildar fyrirtækis- ins eru mestmegnis fiskverkendur sem vinna ferskan fisk til útflutnings, aðallega í flugi. Af öðrum viðskiptavinum fyrirtækis- ins má nefna grænmetisbændur, mjólkur- samlög, bakarí, lyfjaframleiðendur og kjötvinnslur,“ segir Páll Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri umbúðadeildar Tempru. „Við leggjum mikla áherslu á að fyrir- tækið sé ekki einungis framleiðslufyrir- tæki heldur einnig þjónustufyrirtæki við umbúðalausnir varðandi ferskar afurðir. Má í því sambandi nefna að hægt er að nálgast flesta þá hluti sem þarf við út- flutning á ferskum afurðum í flugi hjá okk- ur, svo sem kassa, poka, ísmottur, lím- bönd o.fl. í einni og sömu ferðinni þegar kassar eru sóttir eða sendir. Okkur er einnig ákaflega umhugað um gæði fram- leiðslu okkar, og teljum að við sjáum við- skiptavinum okkar fyrir gæðavöru og þjónustu á góðu verði. Við höfum ekki talið þörf á vottuðu gæðakerfi en rekum þess í stað innanhúss gæðakerfi sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Einnig hefur verið lögð mikil áhersla á að hámarka rekstraröryggi fyrirtækisins þar sem viðskipti með villt sjávarfang eru mjög háð ytri skilyrðum eins og veðurfari, gæftum og framboði á fiskmörkuðum. Eftirspurn er því sveiflukennd og brýnt að vélar og tæki séu áreiðanlegar og mögu- legt sé að koma varavélum við, verði bil- ana vart. Miklum fjármunum og tíma er varið í að gera þennan þátt eins vel úr garði og hægt er. Við erum stoltir af starf- semi okkar, sérstaklega varðandi gæði og tæknilega þáttinn, enda fáum við reglulega heimsóknir frá erlendum aðilum sem sendir eru af vélaframleiðendum okkar til að skoða aðstæður.“ „Á sjávarútvegssýningunni munum við kynna helstu framleiðsluvörur umbúðadeild- ar fyrirtækisins, EPS kassa eða frauðplast- kassa í daglegu tali, ísmottur, ísogsmottur eða bleiur, poka og vörubretti til flugflutn- inga,“ segir Páll og bætir við: „Sem sagt, flest það sem þarf til útflutnings ferskra af- urða í flugi. Einnig verða upplýsingar til stað- ar varðandi húseinangrunardeild fyrirtækis- ins, þá sérstaklega í tengslum við einangrun fyrir kæliklefa ýmiss konar. Einnig verður nýopnað vefsvæði fyrirtækisins kynnt, www.tempra.is,“ segir Páll að lokum. Allt á einum stað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.