Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2002, Síða 59

Ægir - 01.07.2002, Síða 59
57 Í S L E N S K A S J Á V A R Ú T V E G S S Ý N I N G I N - A U K A B L A Ð Æ G I S Hver þessara tegunda er síðan boðin með mismunandi íburðarefnum, þéttari fléttu og kjarna eða kápu til þess að not- andinn fái bestu mögulegu útfærslu fyrir sína notkun. Fjölbreytileiki Dynextóga Hampiðjunnar er mikill og telja má fram 19 mismunandi gerðir og má fullyrða að enginn annar framleiðandi getur boðið upp á viðlíka úrval. Helix - ný kynslóð þankaðla Fyrsta kynslóð þankaðlanna hefur nú runnið sitt skeið. Grunnkaðallinn í eldri gerðinni var snúinn nylonkaðall og þaná- hrifin fengin með því að snúa saman á sérstakan hátt tvo slíka kaðla. Þessi út- færsla af þankaðlinum hefur almennt reynst vel en hefur engu að síður haft nokkra vankanta. Þar má helst nefna hversu tímafrekt það er að setja upp flottroll úr samansnúnum köðlum því ekki aðeins þarf að splæsa hvern legg heldur eru tvö splæs í hverjum enda leggsins. Einnig hefur það sýnt sig á stærstu og öflugustu flottrollsskipunum, sem eðli málsins samkvæmt reyna mest á trollin, að samansnúna kaðlinum hættir til að fara úr jafnvægi og bæta á sig auka- snúðum sem auðveldlega skapa frekari flækjur. Flækja og aukasnúðar í einum þætti valda því að viðkomandi leggur styttist og þegar álagið kemur á trollið þá leggst það fyrst á stystu leggina og í verstu tilfellum þá láta þeir undan og slitna. Þessi vandamál eru nú leyst til fram- búðar með nýrri gerð af þankaðlinum sem við höfum valið að kalla Helix útaf þættinum sem látinn er snúast utanum kaðalinn. Helix þýðir einmitt spírall og af því er nafnið dregið. Helix kaðlinum svip- ar til þeirra kápufléttuðu kaðla sem hafa reynst afar vel í Gloríu karfatrollunum undanfarin ár og þótt bera af öðrum köðlum, notuðum í sama tilgangi. Helix kaðallinn er verndaður af einkaleyfi og Hampiðjan er eini aðilinn sem hefur leyfi til að framleiða slíkan kaðal. Þróun kaðalsins var vandasöm og tímafrek því taka varð ríkt tillit til straum- fræðimælinga er sýna þanáhrifin og tog- viðnámið og fella hönnun kaðalsins að þeim niðurstöðum svo allt gengi upp sem ein heild. Samsetning kápuefnis, þéttleiki fléttunar og snúður spíralsins er því útreiknað, mælt og útfært til þess að hámarka alla æskilega eiginleika. Bæði kjarni og kápa eru fléttuð sem tryggir að kaðallinn er ávallt í jafnvægi og bætir hvorki á sig snúningum eða yfirfærir snúninga á aðliggjandi leggi. Annað sem er afar mikilvægt er stífleiki Helixkaðalsins því mun minni hætta er á flækjum og trollið greiðir sig betur en ella. Margir fleiri kostir fylgja þessari útfærslu og má sem dæmi nefna að litamerkingar geta verið ýtarlegar og hægt er að sýna með þeim séreiginleika hvers kaðals. Þessu til við- bótar er nú hægt að framleiða mismun- andi eðlisþyngdir af þankaðlinum líkt og hefur verið gert í kápufléttuðum köðlum fyrir karfatrollin. Þaneiginleikar Helixkaðalsins eru meiri en í samansnúnu nylonkölunum og mæl- ingar hafa sýnt að þankrafturinn er allt að fjórfaldur miðað við eldri gerðina. Aukinn þankraftur nýtist aðallega við að halda trollinu meira opnu þegar því er slakað út og við hliðarstraum og i beygjum og það verður því stöðugra og auðveldara í notkun að öllu leyti. Trollflottógið slær í gegn Fyrir nokkrum árum hóf Hampiðjan fram- leiðslu á sveru flottógi sem fyrst og fremst var ætlað til notkunar á dragnætur í Noregi. Þar var hefðin að nota kúlur á vængina og höfuðlínuna en í mörgum til- fellum orsakaði það flækjur og slit á net- inu í vængendunum. Skemmst er frá því að segja að tilraunin tókst mjög vel og það sýndi sig að flotteinn í stað kúlna er góður kostur. Viðlíka vandamál voru til staðar í rækjutrollum þótt ekki sé hægt að líkja saman stærðinni. Þar þarf að lyfta upp belgnum og það hefur gjarnan verið gert með því að kúluraðir eftir belglínunum við og fyrir aftan skilju. En eins og í dragnót- unum þá vilja kúlurnar skemma netið og gerði það köstun trollsins tafsamari þannig að trollflotteinninn er kærkomin lausn á því vandamáli. Ódýrt og gott net Þær gerðir af PE ( polyethylen) neti sem Hampiðjan hefur framleitt til þessa, Magnet Grænt og Magnet Grátt, eru byggðar á því að hámarka einstaka eigin- leika. Þannig er Magnet Grænt sérstaklega hannað til þess að þola nudd og Magnet Grátt til að hámarka slitþolið í netahnút og þar með lágmarka togmótstöðuna. En ekki er alltaf þörf á því að hafa nuddþolið net með miklum styrk. Þess vegna er nauðsynlegt að skilgreina fleiri höfuðeigin- leika en nuddþol, styrk og mótstöðu. Verð- ið er slíkur eiginleiki. Til þess að geta boðið allar þær netagerðir sem þörf er á höfum við bætt við einni tegund enn sem mætir þessari þörf á markaðinum. Þörfinni fyrir ódýrt net á lágu verði, en samt með viðun- andi slitstyrk og nuddþoli, afgreitt eftir pöntunum beint af lager eða sérframleitt ef þörf er á, afgreiðslutímans vegna. Þar sem þessari netagerð er fyrst og fremst ætlað að mæta þessum grunnþörfum þá er nafnið lýsandi fyrir eiginleikana og hefur það einfaldlega verið nefnt - Standard PE. Netið er framleitt í tveim algengustu sver- leikunum sem notaðir eru, einföldu og tvö- földu 4 og 6 mm. Það er því engin nauðsyn lengur að safna upp í stórar og tímafrekar netapantanir erlendis frá og liggja síðan með búnkann á lager um ótiltekna og sí- breytilega framtíð. Slíkt er óskilvirkt, tíma- frekt og ávinningurinn er vissulega óviss þegar allt er talið til svo sem fjárbinding og fleira því tengt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.