Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2002, Page 74

Ægir - 01.07.2002, Page 74
72 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Sandgerðishöfn Hafnarvikt/hafnarstarfsm. s: 423 7477 Skrifstofa hafnarstjóra s: 423 7977 Þjónustusími utan vinnutíma: s: 423 7477 (símsvari) Fjarskipti á rás 12 Netfang: bjornara@sandgerdi.is Öldum saman var stunduð sjósókn frá Sandgerði á opnum bátum, enda stutt á fengsæl mið. Með til- komu vélbátanna í byrjun síðustu aldar, tekur byggðin við Sandgerð- isvíkina að stækka. Vegna legu vík- urinnar og bæjarskerseyrarinnar var þar skjólgott afdrep fyrir vélbátana. Upphaf hafnarframkvæmda í Sand- gerði má rekja til umsvifa Ísland- Færeyjarfélags árið 1908. Félagið réð þá Matthías Þórðarson til þess að koma upp útgerðarstöð í Sand- gerði. Á svonefndum „Hamri“ voru reistar miklar byggingar og þar fyrir framan var byggð steinbryggja. „Stöðugar hafnarbætur síðustu áratugina hafa leitt til þess að nú er gott skjól í höfninni í öllum áttum,“ segir Björn Ara- son, hafnarstjóri Sandgerðishafnar. Sandgerðishöfn liggur best Faxaflóa- hafna við hinum fengsælu fiskimiðum í Miðnessjó, á Eldeyjarsvæðinu og allt vestur undir Snæfellsnes. Þetta ásamt góðri þjónustu við höfnina hefur gert hana að einni vinsælustu höfn á landinu. „Sandgerðishöfn hefur gengist undir miklar endurbætur á undanförnum miss- erum en nýir varnargarðar hafa verið byggðir og eldri breikkaðir auk þess sem höfnin sjálf og innsiglingarrennan hafa verið dýpkaðar. Nú er þar 290 metra viðlegurými við Norðurgarð og 240 metr- ar við Suðurbryggju, svo og 5 flotbryggjur með rými fyrir 70 litla báta, 6 löndunar- kranar með snjóbræðslukerfi í bryggju- gólfi, aðgangur að heitu og köldu vatni og rafmagni (10/125A) og ísverksmiðja þar sem ísnum er blásið beint um borð í skip.“ Öll helsta þjónusta er staðsett við höfnina, s.s. vélsmiðja, verslun með út- gerðarvörur á línu- og netaútgerð, veit- ingastaðir og verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og breytingum á smærri plastbátum auk fjölda annarra þjónustu- aðila. Í Sandgerði er staðsett fullkomn- asta björgunarskip SVFÍ, Hannes Þ. Haf- stein. Þessi aðbúnaður hefur skipað Sand- gerðishöfn í röð mestu fiskihafna landsins. English Summary Steady improvements on Sandgerði Harbour in the last decades have resulted in creating good shelter from bad weather. New breakwaters have been built and older ones widened, in addition to the deepening of the harbour itself, creating one of the better fishing harbours in the country. Sandgerðishöfn er orðin ein mesta fiskihöfn landsins. Sandgerðishöfn - ein mesta fiskihöfn landsins Verið velkomin á bás okkar nr. A80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.