Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 60
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þessari undarlegu tilveru eða jafnvel afneiti fyrirbær-
um, sem heita mega sannanleg. Hinni alþýðlegu efnis-
liyggju hættir áreiðanlega til þess. Sé hin díalektiska
efnishyggja rýmri, eins og mér tvímælalaust virðist
hún vera, hæði sem heimsskoðun og leiðbeining um
mannlegt líferni, þá er hún stórt spor í áttina til þess,
sem eg hef markað sem aðaltilgang bókar minnar: að
unnt verði að „hera sáttarorð milli lífsskoðana, sem
menn af misskilningi eða vanþekkingu hyggja miklu
ólíkari og andstæðari en þær eru í raun og veru“
(164. bls.).
Það má deila um, hversu heppilegt heiti „díalektisk
efnishyggja“ er. Að vísu getur verið hentugt, þegar skoð-
anir breytast, að varðveita samhengið við eldri skoð-
anir og gera sér umskiptin þægilegri með þvi að halda
í gömlu orðin og hnika merkingu þeirra til eða skeyta
við þau nýrri einkunn. En um leið er það oft nokkuð
villandi. Tökum t. d. „nýju guðfræðina“. Eg átti einu
sinni tal við ungan guðfræðing, sem aðhylltist hana.
M. a. skildist mér á lionum, að hann tryði að vísu á
„guðdóm“ Krists, en legði í orðið þá merkingu, að all-
ir menn væru guðs hörn og Kristur hefði aðeins verið
það í fullkomnari skilningi en við hinir. „En trúir þú
þá á endurlausnina?" „Já, en ekki objektíva, heldur súh-
jektíva endurlausn.“ Þessi maður gat vel prédikað um
endurlausnina, svo að söfnuðurinn vissi raunlítið um
„fyrirvarann“. Og þegar nú íslenzkur almenningur heyr-
ir talað um díalektiska efnishyggju, þá skilur hann
seinna orðið og tekur það í grófgerðari merkingu þess.
En fyrra orðið er honum ekki annað en fínt fræðiheiti,
sem liann órar ekki fvrir, hvað merkir, — nokkurs
konar silkihúfa. Þetta minnir á tjaldbúð Gyðinga:
í forgarðinn komust flestir,
en færri í hið heilaga inn.
Hið allra helgasta enginn sá
nema æðsti presturinn.