Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 3
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1942 o OKTÓBER o 2. HEFTI MENNINGARLEGUR SIGUR VERKAMANNA. Loksins hefur verkamönnum í Reykjavík og á flestum stöðum öðrum á landinu tekizt að fá viðurkenndan átta stunda vinnudag. Er þess skammt að minnast, að Dagsbrúnarmenn voru svo lágt beygðir, að meiri- liluti þeirra greiddi atkvæði gegn átta stunda vinnudegi af ótta við atvinnuleysi og kauplækkun. Er vafasamt, að öllum verka- mönnum sé ennþá ljóst, hvílik réttarbót og hversu stórt spor i menningar átt felst í þeim sigri, sem þeir nú liafa unnið. Basl og strit hefur einkennt þjóðlíf okkar öldum saman. Það, sem verra er, við höfum trúað á baslið og langstrit daganna myrkra 1 milli, talið það nauðsyn, jafnvel dyggð. Eimir enn eftir af þeirri trú, svo að margir ætla, að fjórtán til sextán stunda vinnu á dag fylgi ávöxtur að sama skapi. Slíkt er úrelt vizka. Langstrilið hefur aldrei gefið ávöxt. Sextán tíma baslið er ein- kenni frumstæðra atvinnuhátta, félagslegs menningarleysis, og stritið og fátæktin fylgjast alltaf að. Þrældómurinn hefur verið ill nauðsyn, böl mannsins, ógæfa hans, en aldrei dyggð, þroska- vegur né ávinningur. Því fer fjarri, að stuttur vinnudagur sé tákn leti og ómennsku, eins og viðkvæðið var. Hann er einmitt skilyrði rösklegra afkasta og lieilbrigðrar vinnugleði. Stuttur vinnudagur helzt i hendur við tækni og visindaleg vinnubrögð. Hann er ávöxtur þroskaðs þjóðfélags, en veitir um leið skilyrði til vaxandi félagslegrar menningar og sjálfsþroska hvers ein- staklings. Menn fá tómstundir til að sinna persónulegum og félagslegum áhugamálum sínum, tækifæri til að menntast, hvíl- ast og njóta eðlilegrar lífsgleði. Verkamenn liafa unnið ómetanlegan sigur með viðurkenningu átta stunda vinnudags. Þann sigur verða þeir að hagnýta sér þegar sem bezt. Mestur arður felst ekki í þvi að verja öllum tíma sínuin til að vinna sér inn peninga. Tímanum getur ver- ið margfalt betur varið til þess að afla sér þekkingar, sinna fé- lagslegum velferðarmálum, styrkja hagsmunasamtök stéttar sinn- ar og húa alþýðunni skilyrði til þess að ráða þjóðfélaginu og fá vald til að hindra það, að yfir dynji að nýju kreppa og at- 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.