Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Síða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Síða 3
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1942 o OKTÓBER o 2. HEFTI MENNINGARLEGUR SIGUR VERKAMANNA. Loksins hefur verkamönnum í Reykjavík og á flestum stöðum öðrum á landinu tekizt að fá viðurkenndan átta stunda vinnudag. Er þess skammt að minnast, að Dagsbrúnarmenn voru svo lágt beygðir, að meiri- liluti þeirra greiddi atkvæði gegn átta stunda vinnudegi af ótta við atvinnuleysi og kauplækkun. Er vafasamt, að öllum verka- mönnum sé ennþá ljóst, hvílik réttarbót og hversu stórt spor i menningar átt felst í þeim sigri, sem þeir nú liafa unnið. Basl og strit hefur einkennt þjóðlíf okkar öldum saman. Það, sem verra er, við höfum trúað á baslið og langstrit daganna myrkra 1 milli, talið það nauðsyn, jafnvel dyggð. Eimir enn eftir af þeirri trú, svo að margir ætla, að fjórtán til sextán stunda vinnu á dag fylgi ávöxtur að sama skapi. Slíkt er úrelt vizka. Langstrilið hefur aldrei gefið ávöxt. Sextán tíma baslið er ein- kenni frumstæðra atvinnuhátta, félagslegs menningarleysis, og stritið og fátæktin fylgjast alltaf að. Þrældómurinn hefur verið ill nauðsyn, böl mannsins, ógæfa hans, en aldrei dyggð, þroska- vegur né ávinningur. Því fer fjarri, að stuttur vinnudagur sé tákn leti og ómennsku, eins og viðkvæðið var. Hann er einmitt skilyrði rösklegra afkasta og lieilbrigðrar vinnugleði. Stuttur vinnudagur helzt i hendur við tækni og visindaleg vinnubrögð. Hann er ávöxtur þroskaðs þjóðfélags, en veitir um leið skilyrði til vaxandi félagslegrar menningar og sjálfsþroska hvers ein- staklings. Menn fá tómstundir til að sinna persónulegum og félagslegum áhugamálum sínum, tækifæri til að menntast, hvíl- ast og njóta eðlilegrar lífsgleði. Verkamenn liafa unnið ómetanlegan sigur með viðurkenningu átta stunda vinnudags. Þann sigur verða þeir að hagnýta sér þegar sem bezt. Mestur arður felst ekki í þvi að verja öllum tíma sínuin til að vinna sér inn peninga. Tímanum getur ver- ið margfalt betur varið til þess að afla sér þekkingar, sinna fé- lagslegum velferðarmálum, styrkja hagsmunasamtök stéttar sinn- ar og húa alþýðunni skilyrði til þess að ráða þjóðfélaginu og fá vald til að hindra það, að yfir dynji að nýju kreppa og at- 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.