Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 4
106 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vinnuleysi. Gulli dýrmætari er verkamönnum þekkingin á hlut- verki sinu i þjóðfélaginu. Þekkingin er vald i höndum verka- manna, styrk og öflug félagssamtök þeirra er auður, sem er ó- metanlegur þjóðinni állri. 1 stað hégómlegs eltingarleiks við það að leggja inn i banka nokkra pappírsseðla, sem orðnir eru kann- ski verðlausir eftir nokkra mánaði, her verkamönnum að nota tækifæri það, sem sigrar hans nú undir góðri forystu hafa veitt honum, til að styrkja samtök sín, glæða skilning sinn á lögmál- um þjóðfélagsins, nota aðstöðu sína til þess að fá vald i hend- ur, læra að fara með það vald og skipa málum þjóðarinnar á nýjan og betri veg. Átta stunda vinnudagurinn gefur verkalýðn- um tækifæri til að gegna hetur því hlutverki, sem tímarnir krefj- ast af honum og hann er kallaður til að inna af hendi. NÝI STÚDENTAGARÐURINN. Á þessu sumri var byrjað á byggingu nýs stúdentagarðs. Hin almennu húsnæðisvandræði í Reykjavík hafa komið hart niður á stúdentum eins og öðrum, en auk þess hafa þeir misst gamla stúdentagarðinn, þar sem eru íbúðir fyrir um fjörutíu manns. Hann var hernuminn af brezka setuliðinu i júnímánuði 1940, og þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir, hefur ekki enn tekizt að fá hann afhentan aftur. Sjálf- sagðar réttlætiskröfur stúdenta hafa ekki verið teknar til greina, og virðist lierstjórnin alls ekki hafa gert sér ljóst, hvílikt áfall missir stúdentagarðsins liefur verið fyrir alla stúdenta. Garður var ekki aðeins heimili stúdenta og miðstöð félagslífsins i há- skólanum, heldur einnig minnisvarði fullveldisins, reistur af þeim og islenzku þjóðinni. En þetta hefur brezka herstjórnin ekki fengizt til að skilja ennþá. Síðastliðið vor var málum svo komið, að óhjákvæmilegt var að hefjast handa um byggingu nýs stúdentagarðs. Útlit var fyrir, að fjölda margir stúdentar yrðu að liætta námi eða fresta því um óákveðinn tima vegna húsnæðisleysis á komanda hausti. Þegar byggingin var hafin, var lítið fé fyrir hendi, en nú er fjárhagsgrundvöllurinn það traustur, að hægt verður að halda verkinu áfram óslitið, og búizt er við, að húsið verði íbúðar- liæft um næstu áramót. Ríkið hefur þegar veitt 150 þús. kr. til stúdentagarðsins og gengur að öllum líkindum í ábyrgð fyrir 150 þús. króna láni að auki. Reykjavíkurbær hefur lagt fram 50 þús. kr. og ýmsir kaupstaðir 10 þús. kr. hver, og ágóði af „sæluvikunni“ í Hljúmskálagarðinum varð milli 70 og 80 þúsund krónur eða sem svarar einum tíunda hluta af öllum byggingar- kostnaðinum, sem er áætlaður 700—800 þús. krónur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.