Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 13
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 115 næst nýlendur i Afríku, Tógó, Kamerún, Gabon, Mið- Afríka, Nýja-Kaledonia, Kyrrahafsnýlendurnar, Nýju- Orkneyjar og í Norður-Atlanzhafi Sankti-Péturseyjar og Miguelori. Alls meir en þriðji hluti nýlenduríkisins með um 10 milljónum íbúa. De Gaulle þurfti nú að búa þessi lönd til varnar, tryggja þar löggæzlu, eflingu fjármála- og atvinnulifsins. Til þess að fá þessu til leiðar komið myndaði leiðtogi Frjálsra Frakka „ráðuneyti til varnar nýlenduríkjunum“. „Milljón- ir Frakka og franskra þegna,“ segir liann í tilkynningu, sem gefin var út í þessu tilefni, „hafa ákveðið að balda stríð- inu áfram, þar til frelsið er endurheimt. Milljónir og aftur milljónir annarra biða þess eins, að leiðtogar, sem verðir eru að nefnast því nafni, rísi upp á meðal þeirra“. „Ríkisstjórn Frakka er ekki lengur til, því að samkund- an, er situr í Vichy og þjTkist bera það nafn, er ólögleg og auk þess lýtur hún innrásarhernum. Sakir undirgefnis- aðstöðu sinnar er hún ekki og getur ekki verið annað en verkfæri til afnota fyrir óvini Frakklands í andstöðu við heiður og hagsmuni landsins. Þess vegna er nauðsynlegt, að nýr valdhafi takizt á hendur þá ábyrgð að stjórna átök- um Frakka í styrjöldinni. Rás viðburðanna leggur mér þessa heilögu skyldu á berðar. Ég mun eigi bregðast henni. Ég beiti valdi mínu í nafni Frakklands og einvörðungu því til varnar, og ég tekst á hendur þá hátíðlegu skuld- bindingu, að standa fulltrúum frönsku þjóðarinnar reikn- ingsskap gerða minna jafnskjótt og benni verður auðið að kjósa þá frjálsu vali. Mér til aðstoðar við þetta blutverk, mynda ég í dag ráðu- neyti til verndar nýlenduríkinu, þetta ráðuneyti, sem skipað er mönnum, sem annað livort eru þegar kjörnir til forustu í frönskum löndum, eða hafa áunnið sér viður- kenningu þjóðar sinnar um æðstu verðleika andlega og siðferðislega, eru fulltrúar lands síns og nýlenduríkisins, er berst fyrir tilveru sinni. Ég kalla i striðið, það er að segja til baráttu og fórna,

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.