Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 18
120 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sanna Frakklands. Samtímis því, sem hinn svonefndi for- ingi franska ríkisins auglýsti vilja sinn til að „losa Frakk- iand við sín fornu vináttusambönd“ og rauf þau tengsl, er sameinuðu landið sínum öruggustu bandamönnum og þrautreyndustu vinum, þá endurnýjaði stríðandi Fraldc- land samböndin, er Vichy hafði rofið og stefnt með því framtíðaröryggi landsins í hæltu. Vichy hefur, að fvrir- skipun Hitlers, sem vill umfram allt eyðileggja álit, áhrif og glæsileik Frakklands með því að tengja það óvinsæld- um sínum og glæpum, rofið öll sambönd við Stóra-Brel- íand og Sovétríkin, við undirokuðu Evrópuþjóðirnar, Belgíu, Póliand, Júgóslavíu og Grikkland. En stríðandi Frakkland greip þegar í stað fram í og tók að nýju upp við öll þessi lönd hin fornu sambönd Frakklands, er leik- brúður Hitlers liöfðu rofið. Augljóst dæmi um það, hvernig stríðandi Frakldand skilur stjórnmálaköllun sina, er viðurkenning sjálfslæðis Sýrlands og Líhanons, eftir að þessi landsvæði höfðu verið leyst undan oki Vicliy-mannanna og húshænda þeirra, Þjóðverja. Svo sem kunnugt er, fól Þjóðahandalagið um- sjón þessara landsvæða á liendur Frakklandi, sem liafði verið verndari þeirra oft áður um aldir, og þau Iiöfðu leil- að lil á stundum hættunnar. Frakkland hafði það lilut- verk að vinna, að leiða þessar þjóðir, sem skorti pólitíska reynslu, fyrstu skrefiri til fullkomins sjálfstæðis, sem þær óskuðu að öðlast, og sjá þeim jafnframt fyrir öryggi því, er þeim var nauðsynlegt. Út fná þessum sjónarmiðum störfuðu fulltrúar frönsku stjórnarinnar og undirrituðu árið 1936, ásamt stjórnum Sýrlands og Lihanons, samninga, þar sem lýst var yfirsjálf- stæði þessara landa. En þau niistök urðu á, að franska þingið neitaði að viðurkenna samningana. Varð þelta al- varlegt áfall fyrir álit Frakklands í Vestur-Asíu. Ætlaði það að hverfa frá fornum pólitískum venjum sínum um nána samvinnu byggða á vináttu og trúnaði? Svo kom stríðið, sem auðvitað gat enga lausn haft í för

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.