Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
121
með sér. Þó var svo komið í júní 1940, að einungis var um
tvennt að velja: Annað hvort að halda áfram að neita
Sýrlandi og Libanon um sjálfstæðisviðurkenninguna, sem
lofað hafði verið, og eiga á hættu að lenda í andstöðu við
heztu vini sína eða veita þeim sjálfstæðið, jafna ágreining-
inn og taka aftur upp hlutverk Frakka í Austurlöndum
með því að byggja áhrif þess á vináttu og trausti þjóð-
anna.
Vichy, sem hugsaði um það eitt að likja eftir húsbænd-
um sínum, Þjóðverjum, aðhylltist auðvitað fyrri lausnina,
Frjálsir Frakkar aftur á móti hina síðari, og eftir endur-
heimt þessara tveggja landa lýsti Cartroux hershöfðingi
yfir sjálfstæði þeirra í nafni Frjálsra Frakka. Hin nýja
skipan.samrýmist að vísu fullkomlega hagsmunum Frakk-
iands með því að hún tryggir þvi vináttu fólksins.
Þessir athurðir i Vestur-Asíu, sem leiddu enn betur í ljós
hin síauknu verkefni, er hlóðust á slríðandi Frakkland,
komu de Gaulle lil að taka þá mikilsverðu ákvörðun að
setja á laggirnar „Þjóðnefndina frönsku“. Þetta gerðist 24.
september 1941, og féklc striðandi Frakkland þá um leið
reglulega ríkisstjórn með þeim skyldum, eftir því sem seg-
ir i tilskipuninni, að „annast til bráðabirgða framkvæmd
opinberra mála, unz unnt verður að ná saman fulltrúum
frönsku þjóðarinnar, er þannig séu kosnir, að vilji þjóðar-
innar komi fram óháður óvinunum“.
Þjóðnefnd þessa skipa de Gaulle, forseti, og níu „Þjóð-
fulltrúar“, sem fara með vald ráðlierra eins og það er
venjulega i ríkisstjórnum Frakklands. Hún hefur einnig
löggjafarvald. „Þó“, segir í tilskipuninni, „er skylt að
leggja allar lagasamþykktir — eins fljótt og unnt er —
fyrir fulltrúaþing þjóðarinnar til endursamþykktar“, á
sama liátt og milliríkjasamningar eru á venjulegum tím-
um lagðir fyrir þjóðþingið til samþykktar. Stjórnmálaer-
indrekar erlendra rikja leggja skilríki sín fyrir forseta
jijóðnefndarinnar. Þessir sendifulltrúar, sem eru — eins
og sakir standa — fimmtán að tölu, eru sendiherr-
9