Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 21
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 123 gefinn. í fyrsta lagi er lofsorði lokið á lýðræðishugsjónir slríðandi Frakklands. Að vísu voru hugsjónir þessar vel kunnar ölluin, er fylgzt höfðu með þessum málum. Af tilvitnunum hér að framan má sjá, að de Gaulle hershöfð- ingi hefur jafnan litið á sig sem valdhafa til hráðahirgða, skuldbundinn til að standa reikningsskap gerða sinna gagnvart væntanlegum fulltrúum frönsku þjóðarinnar. Margt fleira mætti tilgreina. Fimmtánda nóvemher 1941 ávarpaði hershöfðinginn fund Fraklca í Bretlandi og komst m. a. svo að orði: „Annað boðorð stjórnmálastefnu vorrar — fyrsta hoðorð er að heyja striðið — er að gefa þjóðinni úrskurðarvaldið jafnskjótt og rás viðhurðanna leyfir henni að gefa til kynna með frjálsu móti, livað hún vill og hvað hún vill ekki.“ Þessi afstaða var ekki aðeins í orði. Eina tækifærið, sem gefizt hefur til að gefa kjósendahópum orðið, var notað. Það var 25. desemher 1941, þegar kjósendur á eyj- unum Miguelon og Sankti-Péturseyjum voru kvaddir til að velja á milli Vichy og stríðandi Frakklands. En niður- staða þessarar kosningar varð glæsilegur sigur fyrir Frjálsa Frakka, því að 98% kusu með þeim. Eigi að siður hefur sviksamlegur áróður frá Vichy- mönnunum og húshændum þeirra, sem rekinn hefur ver- ið fná upphafi, komið til leiðar þeim fáránlega misskiln- ingi lijá ýmsum, að de Gaulle hershöfðingi hafi í huga að koma á einræði, þótt ekki yrði það í því fólgið að end- urreisa konungdæmið. Þessum hugarórum hefur greinar- gerð Bandaríkjamanna gert hæfileg skil. Greinargerð þessi viðurkennir einnig, eins og menn muna, þjóðnefndina frönsku sem „tákn franskrar mót- spyrnu yfirleitt“. Það er að segja ekki einungis mótspymu ulanlands, heldur einnig heimafyrir. Með því er bent á hin nánu tengsl, sem nú eru til milli stríðandi Frakka og Frakka, sem undirokaðir eru í heimalandinu. Með sanni má segja, að nú liafi allt Frakkland skipað sér undir merki de Gaulle. Og það ekki aðeins í siðferðislegum skiln- 9*

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.