Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 125 2) Refsing óvinaleiðtoga, er hafa misnotað rétt stríðs- ins til skaðsemi fyrir franska þegna og eignir, ennfrem- ur refsing landráðamanna, sem hafa unnið með óvinun- um; varanlegt afnám einræðisins, út á við og inn á við og afnám sérstakra hagsmunasamtaka, sem unnið hafa gegn hag þjóðarinnar. 3) Ytra og innra öryggi. Raunhæfar tryggingar, sem geri innrásarþjóðina ófæra til árásar og undirokunar, og efnahagslegar tryggingar, er veiti hverjum Frakka ör- ugga lífsafkomu og skilyrði til að njóta frelsis og virðu- leiks í starfi sínu. 4) Algert afnám þeirrar múgþrælkunar, sem óvinirn- ir liafa komið á í andstöðu við trúarbrögð, siðalög og mannúð; framkvæmd hinna frönsku hugsjóna, frelsis, jafnréttis og bræðralags á þann hátt að efla auðlindir þjóðarinnar og nýlendnanna með markvissri tækni. 5) Skipun alþjóðamála á þann hátt, að komið verði á varanlegri samvinnu og samhjálp þjóðanna í öllum greinum. „Frakkland og heimurinn“, sagði de Gaulle hershöfð- ingi að lokum, „berst og þjáist fyrir frelsið, réttlætið og rétt fólksins til að vera sjálfs sin ráðandi. Réttur fólksins til að ráða sér sjálft, réttlætið og frelsið verða að vinna þetta stríð, ekki einungis að lögum, heldur og í fram- kvæmd, til hagsmuna fvrir livern mann engu síður en til hagsmuna fyrir hvert ríki. Slíkur sigur Frakklands og mannkynsins er það eina, sem gæti hætt fyrir þær ódæma þrengingar, sem nú ganga ATfir ættjörð vora, það eina, sem gæti á ný opnað henni leið mikilla afreka. Slíkur sigur er verður hvers konar haráttu, hvers konar fórna. Yér mun- um sigra“. En hið fullkomna samkomulag milli de Gaulle og Þjóð- nefndarinnar frönsku annars vegar og hinna undirokuðu Frakka hins vegar kom allra skýrast í Ijós alveg nýlega við komu André Philips til Lundúna. André Philips er prófessor við háskólann 1 Lyon og þingmaður sósíalista

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.