Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 131 legt, úr því sem komið var. Hreppstjórinn mun hafa ráð- stafað telpunni á ónefndan bæ hérna skáihmt frá. Og það er skemmst frá því að segja, að þar var farið reglulega illa með krakka-angann. Hún var þar hæði svöng og klæð- laus og var að öllu leyti höfð út undan með alla skapaða hluti. Þá vildi það til, eitthvað um það hil ári seinna, að fakt- orinn reið fram í sveit í einhverjum erindum — ég man nú ekki hvað það var, þó mér hafi verið sagt það. — En hann kom á þennan hæ og mun þá hafa tekið eftir öllu, því að glöggt er gests augað, segja menn. Hann talaði þó ekki neitt um neitt og fór heim um kveldið. Jæ-ja, en morguninn eftir ríður hann beina leið til hreppstjórans og segir honum, víst svona í fullri mein- ingu, hvernig farið sé með þennan krakka-anga, og það sé aldeilis óforsvaranlegt, — segir hann. Nú, hann varð víst ekki sérlega upplitsdjarfur, hless- aður hreppstjórinn, þegar faktorinn sjálfur sagði honum svona til svndanna. En hann fer þó að bera eitthvað í bætifláka fyrir sér og fólkinu, sem hafði telpuna, og segir, að þetta sé nú svona og svona — sveitarþyngslin séu nú mikil, og að ekki veiti af að vera hagsýnn og ráðstafa sveitarómögunum þangað, sem meðlagið sé minnst — og að þetta sé nú fátækt fólk .... og svo að faktorinn muni ekki skilja ástæðurnar, sem ekki sé heldur við að hú- ast — útlendur maðurinn. Þá er sagt, að faktornum hafi runnið í skap, og hafi hann þá sagt, svona heldur hvasst við hreppstjórann, að jafnvel þó hann væri útlendur, þá sæi hann þó og skildi, þegar harn væri svelt, svo að það væri grindhorað, liefði ekki leppana utan á sig og væri jafnvel barið og hýtt, svo að á því sæi. Og ef sveitin væri svo aum, að þetta þyrfti að vera svona þess vegna, þá skvldi hann, faktor Aron Markússen i Hraunhöfn, vera maður til að sjá fyrir krakk- anum — og það meðgjafarlaust. Hreppstjórinn varð náttúrlega guðs-lifandi-feginn að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.