Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 32
Halldór Kiljan Laxness:
Landbúnaðarmál.
1.
A síðari árum má sjá þeim skoðunum mjög lialdið fram
í dagblöðum sumra stjórnmálaflokka, að landbúnaðar-
störf á Islandi útlieimti meira siðferðisþrek en önnur
siörf manna. Þessar kenningar um „hetjuskap“, „sjálfs-
afneitun“, „skapfestu“ og aðrar dyggðir í sambandi við
landbúnað eru ævinlega, eins og allur hálf-yfirskilvitlegur
málflutningur, fram bornar í viðkvæmum, allt að því grát-
klökkum tóni. Maður skyldi næstum balda, að þetta væri
guðsorð. Stundum er þetta hátíðlega málskraf runnið frá
stjórnmálaforingjum, annað hvort blaðagreinar undir
nafni eða ívitnanir úr ræðum, sem þeir liafa haldið á Al-
þingi eða á kosningafundum, stundum eftir ritstjórana
sjálfa eða aðra kontórista i Reykjavík, og loks eftir sveita-
menn, sem liafa bersýnilega lesið þessa rellu í blöðunum,
skrifa bana síðan upp aftur með örlitlum orðabreytingum
og senda ritstjórunum síðan til birtingar sem nýjar grein-
ar. Sjómenn eiga sér einn dag á ári, börnin líka, mæður
þeirra slíkt hið sama, en það er atbvglisvert að ekkert
starf er á hverjum degi allt árið talið vitna um siðferðis-
þrek á jafn liáu stigi og landbúnaðarstörf, jafnvel ekki
tundurduflaveiðar.
Sambliða skrifunum um siðferðilegt ágæti landbúnað-
arstarfa birta dagblöðin dapurlegar greinar um þá stað-
reynd, að vinnuaflið ber sem óðast burt frá þessari atvinnu-
grein lil annarra atvinnugreina. Bændum og búaliði á
íslandi fækkar með degi hverjum, skýrslur sýna, að jarð-
rækt í landinu dregst saman iá siðustu árum og ræktað