Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 34
136 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tæklegri en í flestum öðrum löndum, þótt ísland sé að mörgu leyti tilvalið landbúnaðarland. Kjöt er hér fábreytt- ara og lítilfjörlegra en annars staðar, aðallega er á mark- aðinum kindakjöt, og fæst þó ekki ferskt nema stuttan tíma á ári, en er illætur matur mikinn hluta árs, bragðlaust eða bragðvont af langri frvstingu, næringarrýrt og bæti- efnasnautt. Auk þess hefur kjöt þetta löngum verið svo dýr vara, að almenningur befur ekki baft efni á að neyta þess að jafnaði. Mjólkur þeirrar, sem höfð er á boðstólum í Reykjavík, er ill-neytandi fyrir menn, sem gera nokkrar kröfur til þessarar vöru, bún er iðulega gamall upphristingur og fjörefnarýr, þolir ekki daglanga geymslu nema í aflaka- kuldum, oft með allskonar óbragði eftir að hafa gengið gegn um ónýtar vélar, og þvi liefur verið haldið fram með rökum af lieilsufræðingum, að liún sé beinlínis skað- leg neyzluvara. Smjör það, sem kemur frá smjörgerðar- stöðvunum, er að vísu góð vara, en það er svo lítið til af því, að á tímum eins og nú, þegar abnenningur hefur kaupgetu til að leggja sér það til munns, hverfur það af markaðinum vikum og mánuðum saman. Þegar almenn- ingur stendur með fé í liöndum i fyrsta sinn á ævinni, og þykist liafa efni á að kaupa ófalsað viðbit, þá er það ekki til á markaðinum! Þannig kemur það í ljós, að smjör hef- ur hingað til verið framleitt aðeins banda efnastétt þjóð- félagsins. Það er ástæða til að fara nokkrum orðum til viðbótar um aðalframleiðsluvöru íslenzka landbúnaðarins, kinda- kjötið. Islenzkt lcindakjöt er, jafnvel þótt sleppt sé alls- konar óverkun þess, yfirleitt beldur slæm vara. Tiltölulega lítill hluti þess er markaðshæft erlendis á venjulegum tímum, a. m. k. til átu. Orsökin er sú, að íslenzkt fé er yfirleitt ekki alið til holda, heldur látið horast nokkurn hluta ársins og safna fitu á öðrum tímum. Fitulögin, sem af þessu myndast í kjötinu, telja útlendingar óþverra. En jafnvel þótt kindakjöt okkar gæti á venjulegum tim-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.