Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 37
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 139 erlendis, er falin í því að ætla að flytja út hingað er- lent kyngæðafé, sem er ræktað við allt önnur skilyrði en íslenzka sauðkindin, gefur ekki tilætlaðan árangur við íslenzk kjör og þolir ekki aðbúð íslenzks fjár. Aftur á móti eru til íslenzk fjárkyn, sem hafa yfirburði á ýmsum svið- um um fram annað fé í landinu, eins og t. d. Kleifafé (úr Gilsfirði) og Möðrudalskyn, sem flestir áhuga- menn sauðf járræktar kannast við. Virðist einhlítt að bæta islenzka fjárstofninn almennt með því innlendu fjárkyni, sem náð hefur hæstum kyngæðum. En það er fáránleg hugmynd, að víðtækum árangri i búfjárkynbótum verði náð með því, að ólal viðvaningar, eigendur smábúa sitt i hverri áttinni, séu að káka við fjárkynbætur, hver upp á sín býti og renni blinl í sjóinn með allar tilraunir. Hús- dýrakynbætur eru vísindastarfi, sem ókleift er að reka nema á sérstökum kynbótastöðvum í sambandi við stór landbúnaðarfyrirlæki, sem miðla síðan hinum almennu húum áröngrum sínum. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir þessum slað- reyndum um sauðfé okkar og kjötframleiðsluna, hljóta að vakna ýmsar þjóðhagslegar spurningar í sambandi við þennan atvinnuveg, þó ekki væri nema sú spurning, sem íslenzkir bændur velta allt of sjaldan fyrir sér: Hvers vegna er ég að rækta sauðfé? Hverjar eru þarfir hins til- tölulega þrönga markaðar fyrir kjötframleiðslu okkar og hvernig verða þessar þarfir haganlegast uppfylltar? Hve mörg tonn af kindakjöti þarf að framleiða svo full- nægt sé þörf íslenzkra neytenda fyrir þessa fæðutegund? Hvernig má gera íslenzkt kjöt sem fullkonmasta neyzlu- vöru? Hvar á landinu er hentast að reka sauðbú þannig, að tryggt sé, að fjölmennustu neytendasvæðunum, t. d. höfuðstaðnum, sé séð fyrir nokkurn veginn fersku kjöti sem mestan part ársins? Og livað þarf mikinn vinnukraft til að annast hirðu þess fjárfjölda, sem þjóðarbúinu er nauðsyn að hafa? Hvað mega sauðbú vera minnst og hvað stærst til þess þjóðhagslegur ávinningur sé að rekstri 10»

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.