Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 43
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 145 með skylduliði sinu allt árið í þausnum kringum 80—100 kindur, og síSan er verS fnálagsdilks á hausti ekki meira en sem svarar einum daglaunum. Þess er ekki von, aS hann geti boriS laun sín saman viS vérkamanns starf- andi hjiá atvinnufyrirtæki, sem rekiS er meS verkfræSi- legu fyrirkomulagi. Enda er fátækt, jafnvel hjá svoköll- uSum gildum bændum og sveitarhöfSingjum í góSum sveitum, á því stigi innan lniss og utan, aS lágstéttarmanni úr margmenninu, t. d. óbreyttum verkamanni, hlýtur aS blöskra, — ég tala nú ekki um, ef maSur ber liag hóndans saman viS lífskjör þeirrar stéttar margmennisins, sem afturhaldiS vill fyrir hvern mun kenna honum aS telja sig til: yfirstéttarinnar. Ef maSur á milljón krónur á vöxtum í arSbæru fyrir- tæki, en hefur lítið viS tímann aS gera, þá er ágætt aS duðra við að rækta garð uppi í sveit eða Iieyja fyrir kú sér til skemmtunar; það er að minnsta kosti afsakanlegt —- svo fremi það er afsakanlegt af fátækri þjóð að ala mill- jónamæringa; en það er ekki hægt að kalla slíkt atvinnu- veg. MaSur sem ætlar að hafa atvinnu af laxveiði eða sil- ungs leggur net eða dregur fyrir, en veiðir ekki á stöng. StangaveiSi er eins og litli garðurinn: sport fyrir efna- menn. Af einyrkjabúskap má maður ekki vænta daglauna né lífsuppeldis lianda sér og sínum, nema maður hafi skap til að lifa á endalausum styrkjum, ívilnunum og eftirgjöf- um. Einyrkjabúskapur getur ekki verið nema eitt af tvennu: skemmtun fyrir milljónamæringa eða afsökun fvrir ölmusumenn. 5. Stjórnmálastefna, sem vill gera landbúnaðinn lífvæn- legan, sjálfstæðan og þjóðnýtan atvinnuveg, öll hagkvæm og skynsamleg landbúnaðarstefna, hlýtur að miða að af- námi ölmusubúskaparins, einyrkj afyrirkomulagsins. Framhald á einyrkjastefnu Framsóknarflokksins hlýtur að hafa það eitt í för með sér, að landsbyggðin eyðist að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.