Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Side 58
160 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar sama eða svipuðu lögmáli. Smásmugulegur eltingar- leikur við aukaatriði eins og lögun fyrirmyndar eyðileggur hrynjandi þeirra og liæfi til að tjá áhorfandanum kjarna þeirra hræringa, sem orkuðu sterkast á málarann og komu lionum kannski einmitt til að velja sér viðfangs- efnið. Teikningin má ekki heldur fjötrast í hlekki fjar- víddarkenningarinnar, hún verður að fá að hrevfa sig frjálst, í samræmi við næmi listamannsins á sérkenni hins lifanda lífs og listræna hugkvæmni lians. Málverk er dregið á flöt, línurnar eru eins og litirnir, fyrirhæri, sem eiga sér stað á þessum fleti, en fjarvíddin á lionum getur aldrei orðið annað en skynvilla. Þess vegna varð hún og eftirlikingin að vikja fyrir framrás þeirra afla, sem efniviður málarans ræður yfir, og þelta var það, sem gerðist á myndflötum Henris Matisses og lærisveina hans. Þeir reyndu eklci að draga dul á eðli tækja sinna. Þvert á móti kemur ljóst fram í verkum Matisses, skýrar en nokkru sinni fyrr, að þau eru gerð af litum, sem eru festir á lér- eftið með pensli. Blæhrigði þessara lita eru auðug og tal- andi, valin af fullri alúð og ósviknum vilja til þess að þau skýri sem nákvæmast og eftirminnilegast þau áhrif, sem verkefnið í lieild vakti hjá höfundinum. í myndum Matisses er öllum atriðum þjappað saman um það, sem fyrir hon- um var meginkjarni viðfangsefnisins. Andstæðurnar eru í augum hans tákn lífsins, og allt, sem lifir og hrærist, mikils um vert. Þess vegna gerir hann sér engan mannamun. Fyrirmyndir hans eru sjaldnast fagrar hrúður, heldur manneskjur, og mannlegum sérkennum þeirra nær hann með þvi að móta þær á myndflöt sinn með andstæðuríkum h'num og litum, sem lýsa eðli þeirra og umhverfi, á ógleym- anlegan hátt. Með því að færa lit og línu úr ham eftir- likingarinnar og sýna, livers þau megna af eigin rammleik, þjappa viðfangsefnunum saman í skýrar og talandi heild- ir, sem með óvæntum einfaldleik lýsa fyrirbrigðum úr líf- inu, án þess að líkja eftir þeim, tekst Matisse í beztu verk-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.