Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Blaðsíða 62
1G4
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
stríðið, óvættina stríð. Guernica varð andlitsmvnd þessarar
óvættar, og hinar einstöku verur á fleti hennar drætt-
ir í þessu andliti. Hann skapaði dramatískan lita- og
línu-heim, sem slítur áhorfandann úr tengslum við dag-
lcgt, friðsamt líf með svipuðum hætti og styrjökl gerir,
og Iiver, sem staðið hefur andspænis þessu jötuneflda
verki, man eftir áhrifunum meðan hann lifir. Þessi
mynd er ávöxtur fullkominnar endurskoðunar á tækjum
inálaralistarinnar og viðhorfum málaranna til raunveru-
leikans. Hún felur í sér, í stað natúralistiskrar eftirlíking-
ar, raunveruleik lits og línu, sem áður var óþekktur, auk
þess sem liún hrekur á flótta allar ásakanir í garð nútíma-
listarinnar um alvöruleysi og skort á næmleika fyrir at-
burðum veraldarinnar. Guernica er hið sígilda tákn þess,
hvað málaralist fyrri hluta tuttugustu aldarinnar megnaði,
og' hvert liún stefndi.
Krlstinn Pétursson:
Sólskin yfir Syðstadal.
Fólkið sér á flugunum,
að farið er að hlýna.
Og kisa mín er komin út
með kettlingana sína,
og sýnir þeirn í sólskinið.
Hvuttinn er í hópferð um
hvannagrænan varpa.
Tafsamt er að tjónka við
tauminn í þeim jarpa,
sem hneggjar inn á hálendið.