Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 63
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 165 En Salómon í Syðstadal er seintekinn í glýju, og heldur mitt í hitanum, að haustið komi að nýju, og lítur oft í landsuðrið. Hvaðan er eg ættaður, að mér skuli sóma að bera unglings brigður á bændaöldungs dóma um innan sveitar árferðið? — En sjáðu bara, Salómon, segi eg og teyga sólskinið í Syðstadal. Sýnist þér hann eiga þrumuský á þurrlendið? Samt er karlinn sinugrár sízt af baki dottinn. Hvessir Ijá og hefur í heitingum við drottin. Ekki vantar áræðið. — Svona, svona, Salómon, segi eg. Hann blotar .... — Svona, svona, Salómon, segir hann, og otar brýninu og bætir við: Hérna áðan heyrði eg hvin í vætukjóa. Ef hann gerir ekki regn, er hann vís að snjóa, eftir fornum aldasið.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.