Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Page 74
176 TÍMARIT MÁI.S OG MENNINGAR vetna um sveitir landsins. þar sem fræðsltimálastjórnin telur þörf á. Fræðslumálaskrifstofan gæti vafalaust með stuttum fyrirvara látið í té áætlun um kostnað við þessar framkvæmdir, því næst ætti að veita úr rikissjóði nægilegt fé í þessu skyni, sennilega 5—8 miljónir króna, og hefjast lianda um byggingar jafnskjótt og hægt er að koma því við. Þeir, sem kynnu að telja, að í stórt væri ráðizt með því að hrinda í framkvæmd þessari áætlun, ættu að hugleiða, að hin hæsta fjárliæð, sem ætla má, að til þessara bygg- inga þju'fti að verja, jafnvel þótt ríkið greiddi meirihluta hvggingarkostnaðar eins og liér er vikið að, er aðeins lítið brot af því, sem einstakir menn hér á landi græða nú árlega, og á hinn bóginn, að hér er um að ræða eitt liið þýðingarmesta menningarmál íslenzkrar alþýðu. Enda er þess að vænta, ef rausnarlega verður á þessu máli tekið af löggjafar- og ríkisvaldinu, þá rísi upp á næstunni víðs- vegar um byggðir landsins mennta- og menningarsetur, sem hafi, er stundir líða, víðtæk áhrif á félagsmál, íþrótt- ir, andlegt líf og heimilismenningu sveitanna og þjóðarinn- ar allrar. Liam O’Flaherty: Blóð. Kanínusonur sat við opið á holunni sinni, sleilcti sól- skinið og dottaði. Stóru eyrun hans lágu aftur með bakinu og síðurnar bærðust mjúklega við andardráttinn. Öðru hvoru hlés hæg gola neðan frá læknum, ýfði brúna loðfeld- inn hans og setti hann silfurröndum. Þegar golan straukst um litla angann, þefaði hann í allar áttir og þráði, að mamma kæmi og gæfi sér að sjúga.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.