Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1942, Qupperneq 76
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hún teygöi úr hálsinum, sneri höfðinu í ýmsar áttir og hiustaði. Svo hneigði liún sig og hypjaði sig upp á stein. Hún færði sig dálitið til og hristi höfuðið og stélið. Svo gaggaði hún. Það var lágt gagg, naumast heyranlegt, en þó brá kanínusyni við það. Hann glaðvaknaði og á hann kom hreyfing. í fyrstu lét hann eyrun slúta aftur með hak- inu og lagðist á magann. Síðan reis hann liægt og hægt á fætur, sperrti eyrun og hlustaði. Hann gaf öndinni nánar gætur. Nú var öndin komin í uppnám og gaggaði án afláts. Hún skók hálsinn og vappaði stuttum skrefum fram og aft- ur um steininn. Ivanínusonur varð dæmalaust forvitinn, því að honum sást yfir orsökina til ókyrrðar fuglsins. Hann heyrði ekkert hljóð og fann enga lykt. Hann settist á rassinn, sperrti eyrun fram eins og hann gat og lét fram- fæturna lianga niður með bringunni. Hann hlustaði og skimaði í ákafa. Honum fór ekki að verða um sel. Svo rak öndin upp hátt gagg og flaug upp af steininum með miklu vængjablaki. Hún sveif í liálfhring og þaut svo upp í loftið, og flughraðinn jókst eftir þvi sem hærra dró, unz hún hvarf vfir trjám langt niðri á lækjarbakka. Kan- inusonur steig nú í framfæturna, tók í sig kjark og ákvað að stinga sér inn í holuna. Samt hreyfðist liann ekki úr stað. Óðagot andarinnar og vængjablak liafði fengið svo á hann, að hann mátti sig hvergi hræra. Þess vegna hnipr- aði hann sig saman, þar sem hann var kominn. Og nú tók óttinn að hríslast um liann. Það var sama kenndin og hann liafði fundið fám dögum áður, þegar eini hróðirinn, sem eftir lifði, hoppaði út í rósarunnann til vinstri og fór allt i einu að skrækja liástöfum. Það lá ein- liver undarleg kennd i loftinu, nálægð einhvers óheilla- máttar, sem hindraði allar hreyfingar. f fvrra skiptið hafði hann samt getað hreyft sig eftir litla stund og hlaup- ið inn í holuna. En nú var ekki því að heilsa. Þessi kynlega kennd lét æ meira til sin taka. Það var steinhljóð og enginn annarlegur þefur fannst, og þó fann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.