Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 3
TIMARIT MÁLS OG MEmiNfiAR Ritstjóri: Kristinn E. Antlrésson Dc§. 1946 3. hcfti Nokkur orð til íslenzkra mcnutamanna Ný menningarviðhorf Ekki gétur hjá því farið' að Islendingur sem kemur heim eftir margra ára dvöl erlendis furði sig á þeim mörgu og miklu hreytingum sem orðið hafa á síðustu sjö árum. Meginið af því sem fyrst vekur eftirtekt eru óblandin gleði- efni: stóraukin veimegun og almennari en nokkru sinni fyrr, miklar'verklegar framkvæmdir, stórhugur og djarflegar fyrirætlanir á ýmsum sviðum. En þegar betur er að gætt fara hinir og þessir gallar og brestir að koma í ljós. Margt þeirra eru eðlilegar afleiðingar frumbýlingsskapar og byltingarkenndrar þró- unar á flestum sviðum þjóðlífsins. Breytingarnar sem gerzt hafa hér á landi síðustu fimmtíu árin — og þó einkum á síðustu árum — eru meiri en á nokkru öðru tímabili jafnlöngu í sögu þjóðarinnar, og í flestum öðrum menningar- löndum hefur svipuð þróun farið fram á margfalt lengri tíma. Enginn skyldi því æðrast þótt margt sé enn ógert og margt fari í handaskolum. En hitt skipt- ir mestu að menn geri sér Ijóst hverju er áfátt, gagnrýni það í ræðu og riti, athugi leiðir til úrbóta og safni liði til nýrra átaka. I flestum greinum hefur þegar verið unnið mikið starf í rétta átt, og sé mið- að við fámenni okkar og fátækt eru afköstin í rauninni undraverð. En við meg- um ekki láta fögnuðinn yfir því sem gert er freista okkar til að slaka á kröf- unum, lækka markið sem að skal stefnt. Byltingin á sviði atvinnulífs og verk- legra framkvæmda hefur kollvarpað aldagömlum grundvelli íslenzkrar menn- ingar og knýr okkur til að snúast við nýjum viðhorfum í menningarmálum, því hlutverki að skapa bæjamenningu sem sameinað geti menningararf okkar áhrifum og kröfum nýrrar aldar. Nýsköpun menningarmála í síðasta hefti Tímaritsins var sagt nokkuð frá nýsköpunartillögum Norð- manna á sviði menningarmála. Þó að Norðmenn séu bæði mörgum sinnum fleiri en við Islendingar og standi okkur miklu framar á ýmsum sviðum, eru

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.