Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 10
JAKOB BENEDIKTSSON: NÝI SÁTTMÁLI Fimmti október 1946 var dimmur dagur í sögu Alþingis og ís- lenzku þjóðarinnar. Á þeim degi brugðust 32 Alþingismenn skyldu sinni sem fulltrúar Islendinga, brugðust þeim loforðum sem flestir þeirra höfðu beinlínis gefið kjósendum fyrir síðustu kosningar og gengu í berhögg við yfirlýstan vilja mikils meirihluta landsmanna. Detta eru staðreyndir sem hávær glamuryrði og lævíslegar gyllingar á eðli samningsins svonefnda fá ekki haggað. Aðeins tveimur árum eftir stofnun íslenzka lýðveldisins hafa þessir menn höggvið fyrsta skarðið í þann varnargarð íslenzks sjálfstæðis sem þeim var falið að varðveita og styrkja. I þingsályktuninni sem samþykkt var 5. okt. segir að sanmingur- inn sé „um niðurfelling herverndarsamningsins frá 1941 o. fl.“ Eins og margsinnis hefur verið bent á er þessi fyrirsögn hrein og bein blekking, í fyrsta lagi vegna þess að íslendingar þurftu engan sanm- ing að gera um niðurfellingu herverndarsamningsins, því að hann var þegar fallinn úr gildi samkvæmt öllum eðlilegum skilningi á á- kvæðum hans, —- í öðru lagi vegna þess að hinn nýi sáttmáli er urn allt annað en niðurfellingu herverndarsamningsins, því að um hana fjalla aðeins fyrstu þrjár greinarnar. Hvað er þá allt hitt sem falið er undir hinni sakleysislegu skanmi- stöfun „o. fl.“ Afsal í hendur Bandaríkjamanna á sérréttindum á ís- lenzkrf grund, afsal á íslenzkum landsréttindum, einmitt það sem allir þingmenn nema einn voru kosnir til að berjast gegn. Þetta mál hefur verið rakið svo ýtarlega í fjölda blaðagreina að hér skal aðeins bent á tvö meginatriði. 1. í 4. gr. sanmingsins eru Bandaríkjamönnum heimiluð afnot af Keflavíkurflugvellinum í sambandi við hersetu þeirra í Þýzka- landi. Síðan segir: „I þessu skyni skal stjórn Bandaríkjanna heimilt

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.