Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Page 25
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN í FÆREYJUM 263 Ákvæði þessa frumvarps eru einföld og fá. Löggjafarvaldið verð- ur í höndum Lögþingsins, ásamt fjárráðum og æðstu umsjón al- mennra landsmála. Framkvæmdavaldið er falið fimm manna stjórn sem Lögþingið skipar, og hefur hún það vald sem ráðherrar og amtsstjórn hafa farið með hingað til. Embættisstofnanir sem nú eru halda áfram þangað til færeyska landsstjórnin hefur tekið við valdi þeirra. Samkvæmt frumvarpinu skulu bráðabirgðaákvæðin frá 9. maí 1940 falla úr.gildi, en eftir þeirn hefur landinu verið stjórnað á stríðsárunum. Annars skulu önnur lög, tilskipanir og réttarreglur haldast í gildi framvegis þar sem unnt er án þess að það brjóti í bága við nýju stjórnskipunina. Dctnir skerast í leikinn Sama daginn sem þetta frumvarp var lagt fram í þinginu, 24. sept., heyrðust þau tíðindi í danska útvarpinu að danska stjórnin hefði rofið Lögþingið og boðað til nýrra kosninga. Formaður Lög- þingsins fékk þó enga tilkynningu um þetta fyrr en seint á næsta degi (frá danska amtmanninum), og þingrofið var ekki birt fær- eysku þjóðinni fyrr en 26. sept. (í danska blaðinu Dimmalætting). Sjónarmið dönsku stjórnarinnar var lagt fram í bréfi frá amt- manninum. Það var í stuttu máli þetta: að Lögþingssamþykktin um að stofna færeyskt ríki væri skýlaust brot á 18. gr. dönsku stjórnar- skrárinnar, að þjóðaratkvæðagreiðslan hefði hvorki í för með sér nýja ríkisréttar- eða þjóðréttarstöðu Færeyjum til handa, né heldur veitti Lögþinginu heimild til að gera slíka einhliða nýskipun, að slik einhliða ákvæði væru ólögleg, að engar breytingar yrðu gerðar áii sanminga milli Lögþingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar, að Lög- þingssamþykktin á gerðabókinni um landsforræði í Færeyjum væri ógild, að Lögþingssamþykktin 21. sept. væri sömuleiðis ógild, að embættisstofnanir sem skipaðar væru eftir þeirri samþykkt væru ólöglegar og hefðu ekkert framkvæmdavald. Með þessum orðum rauf danska ríkisstjórnin þingið. Föstudag- inn 27. sept. átti að vera þingfundur, en aðeins einn þingmaður — Jákup í Jákupsstovu — mætti á fundi, svo að ekki varð af fund- arhöldum. Lögþingið var farið heim.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.