Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 33
LÝÐRÆÐI 271 borgaralegu stjórnmálaflokka. Þeir eru til þess kjörnir að boða al- þjóð þá stórkostlegu þjóðlygi, sem á að villa um fyrir lienni, svo að hún gerist sjálfrar sín böðull með því að kjósa yfir sig villi- mennsku auðvaldsins í stað hins sósíalíska siðmenningarskipulags. Aróður borgaraflokkanna í þessum tilgangi er tvíþættur. Annars vegar er það hlutverk þeirra að koma á framfæri þeirri trú, að auð- valdsskipulagið, þetta mikla mannkynsböl, sé hið bezta og fullkomn- asta þjóðfélagsskipulag, er hugsazt geti. Það er að vísu engan veg- inn auðvelt hlutverk. Oreiganum, atvinnuleysingjanum þykir þetta ekki trúleg saga, og sú alþýða, sem fengið hefur að kenna á slíkum afleiðingum auðvaldsskipulagsins sem hinum tveim heimsstyrjöld- um síðast liðins aldarfjórðungs, neitar að hlýða á þvílíka heimspeki. Og því meir sem flokkum sósíalismans eykst fylgi í löndum auð- valdsins og hið mikla sósíalíska verklýðsríki hlómgast í austurvegi, því ofsalegri áherzlu leggja hinir borgaralegu stjórnmálaflokkar á hinn þáttinn í áróðri sínum, að ófrægja fulltrúa sósíalismans og gera fyrirætlanir þeirra lortryggilegar. Efling sósíalismans í boðun og framkvæmd eykur á ótta yfirstéttarinnar urn þjóðfélagsvöld sín og sérréttindi, óttinn getur af sér hatur, sem ber alla skynsemi ofurliði og yfirskyggir alla siðgæðiskennd, og skefjalausum áróðri borgara- ■flokkanna og málgagna þeirra stórra og smárra er einbeitt að því að endurvekja þennan ótta og þetta hatur í hugum þess Jjjóðfélags- meirihluta, sem ætti að eðlilegum rökum að taka tryggð og ástfóstri við hugsjón sósíalismans. Stefið, sem klifað er á í þessum tilgangi sýknt og heilagt af sam- kór borgaralegra áróðursgagna í óteljandi tilbrigðum og tónteg- undum, hljóðar á Jiessa leið: Rússland er ógurlegt einræðisríki harð- stjórnar og kúgunar og situr um að hremma saklaus smáríki, og kommúnistar eru einræðissinnar, sem hlýða fyrirskipunum frá Moskvu og vilja koma föðurlandi sínu í klærnar á hinu hræðilega Rússlandi. Þó að ótrúlegt mætti virðast, er þessi grýlusaga uppistaðan í sljórnmálaáróðri hinna borgaralegu lýðræðisflokka í menningar- ríkjum tvítugustu aldar, og ýmiss konar útlegging og fortúlkun þessarar sögu reynist meginhluti af því stjórnmálafóðri, sem al- menningi er miðlað á þeirri upplýsingarinnar öld. Þessi átakanlega

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.